Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 130
110
RITSJÁ
eimreiðin
Ólafur Friðriksson: VERNDUN Rvík 1926. í rillingi þessum er vakiö
máls á því að friða beri ýmsa íslenzka náttúrugripi og landsvæði, sem
að einhverju leyti eru sérkennileg að fegurð eða öðrum einkennum-
Nefnir höf. ýmsa merkilega náttúrugripi, sem hann telur sjálfsagt að friða
nú þegar. Vmislegur fróðleikur er í ritgerð þessari og málið, sem höf
flytur, eitt af menningarmálum íslenzku þjóðarinnar.
Kristmann Guðmundsson: ISLANDSK KJÆRLIGHET. Noveller. Oslo
1926 (H. Aschehoug & Co.).
Þessar smásögur bera að vísu merki þess, að höfundurinn er ungur
og á eftir að ná þroska, en frásögnin er lipur og létt og rithöfundarein-
kennin auðsæ. Beztar þykja mér sögurnar Havets samvittighet og Livet
i og for sig. Kr. G. hefur auk þessara sagna skrifað smásögur í dönsk
og norsk blöð, og hafa Eimr. verið sendar þrjár þeirra: Gaven, Txdiunt
vitæ og lld og is. I ráði er að þessi bók hans komi út á þýzku í vor.
ISLANDICA, Volume XVII. Two cartographers by Halldór Her-
mannsson. Ithaca, New York 1926.
Að þessu sinni flytur Islandica ítarlega ritgerð um Iandabréfagerð
þeirra biskupanna Guðbrands Þorlákssonar og Þórðar Þorlákssonar, °9
fylgja ellefu myndir til skýringar og fróðleiks. Það er alt af fengur að
því, sem Islandica flytur, og tímarit þetta ómissandi öllum, sem íslenzkum
fræðum unna og ensku lesa, því mörg þau viðfangsefni, sem H. H. tek-
ur þar til meðferðar eru áður lítt krufin til mergjar. Og fáir vinna nú
betur og dyggilegar að því, að útbreiða þekkingu á landi voru og þjóð
en hann, bæði sem kennari í norrænum fræðum við Corneil-háskólann,
bókavörður við Fiske-bókasafnið í Ithaca, og höfundur þeirra mörgu og
góðu ritgerða, sem birzt hafa um Island og íslenzk efni í Islandica, þau
seytján ár, sem ritið hefur komið út.
ALTGERMANISCHE KULTUR. Von Professor Dr. G. Neckel
(Wissenschaft und Bildung Nr. 208). Verlag von Queile & Meyer in
Leipzig. (Verð ib. M. 1,80).
Þetta er menningarsaga forngermanskra þjóða. Höf. er kunnugur þeim
heimildum, sem hér koma til greina, hvort sem þeirra er að leita í ritum
þeirra Cesars og Tacitusar eða í Eddunum, norrænum fornsögum og
íslendingasögum. Hér er forngermönsk og fornnorræn menning sýnd í
ljósi þeirra fornfræðarannsókna, sem fram hafa farið síðastliðin hundrað