Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 114
94
RADDIR UM MYND ÐÓLU-HJÁLMARS eimreidiN
breiður á axlir né herðar og hafði sívalan vöxt, útlimalangur, fremur,
nokkuð stórskorinn, þó ekki mjög í andliti. Ekki var hann höfuðstór, og
höfuðið fremur þunt. Ennið mikið og kúpt með smágerðum þverhrukk-
um ofarlega, en nokkuð djúpri rák upp af nefi. Eyrun heldur smá, nefið
beint, þunt og hátt. Augnabrúnirnar háar, en ekki slútandi, nokkuð loðn-
ar, augun fremur smá og harla skarpleg og snör. Kinnbein há, kjálkar
þunnir. Munnurinn fremur nettur, en varir nokkuð þykkar. Hárið jarpt,
þunt og ætíð afturgreitt, hýungur á vöngum og grysjóttur skeggkragi. All"
ur var svipurinn alvarlegur og einbeittur, gáfulegur og hreinlegur. Horfði
Hjálmar venjulega djarft og beint fram, en var langt í frá með þein1
íbygnis- og undirhyggjusvip, sem mynd Ríkarðs gefur í skyn. ÞanmS
var Bólu-Hjálmar næsta öldurmannlegur og dró að sér athygli, þó hann
hefði ekki beinlínis nein sérstök einkenni, hvorki að því er vöxt né lima-
burð snerti. Kæki hafði hann enga. Sérkennilegastur mun málrómurinn
hafa verið. Hann var hlöktandi dimmur og áhersluþungur. Eins og menn
sjá ber lýsing þessari mjög saman við frásögn Hannesar Hafstein (sja
Kvæði og kviðlinga eftir Bólu-Hjálmar. Rvk. 1888, bls. 24.). — En þetta
sagði Árni hreppstjóri mér enn fremur um Hjálmar, að í Húnavatnssýslu
hefði hann yfirleitt verið virtur sem vitmaður og skáld og vel fagnað hvar
sem hann kom, enda hafði hann sneitt hjá þeim görðum þar sem hann var
miður séður. En svo var um Skarð. Bjarni E. Magnússon sýslumaður hafði
horn í síðu Hjálmars. Og það ætlar Árni að hafi verið orsök þess, a^
sýslumaður sá svip Bólu-Hjálmars, að skáldið hafi viljað sýna honum,
að það legði enn leið sína hjá honum og eins hafi Hjálmari ekki þóh
miður, að sýslumaður mintist hans látins, og þá ekki í smækkaðri mynd.
Af því, sem nú hefur sagt verið, má Ijóst vera, að vafasamt er mjög, hvort
löghelga beri mynd Ríkarðs Jónssonarsem góða mynd af Bólu-Hjálmari. Eg
ætla það fjarri sanni. Ég vil að vér eigum sem sannasta mynd af Bólu-
Hjálmari, og miklu fremur enga en einhverja alskakka. Því sé ekki annars
kostur má vel una við þá mynd af honum, er verk hans og lýsingar sam-
tíðarmanna hans gefa mönnum. Og hún máist seint úr muna þjóðarinnar.
Holtastöðum 23. sept. 1926.
Gunnar Arnason
frá Skútustöðum.
Það sem í grein þessari er haft eftir mér um Bólu-Hjálmar jáía ég rétt hermt.
Geitaskarði 24. sept. 1926.
Á. Á. Þorkelsson.