Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 83
eimreidin
GORDON BOTTOMLEV
63
le9a auðlegð og lífsþægindi, og hefur því aldrei þurft að
^nékrjúpa með skáldskap sinn til þess að þóknast dutlungum
lýðsins og smekk í það og það skiftið. Sú spurning vaknar,
ef litið er yfir listferil hans, hvort muni meiri raun skáldinu,
að skapa fegurð í ljóðum, sem óháð eru ytri áhrifum, eða í
Ijóðum þeim, sem ort eru fyrir fjöldann og höfð eru í hvers
manns munni. Það er efamál, að nokkuð af ljóðum hans verði
alþýðueign, en hitt dylst engum, sem les þau í anda skálds-
ins, að þar er að finna ýms orð og erindi með ógleyman-
legri fegurð, fegurð, sem finst bezt, þegar upphátt er lesið.
Fátt eitt verður um Gordon Bottomley sagt annað en það,
sem við kemur verkum hans. Hann er enginn æfintýramaður
á borð við samtíðarmenn sína. Hann er fæddur 1874 í Jór-
víkurskíri (Vorkshire) og býr nú, og hefur búið í mörg ár, í
smáþorpi einu á landamærum iðnhéraðsins Lancashire og
vatnahéraðsins Cumbria. Þar hefur hann tekið sér bólfestu, í
þeim hluta Englands, sem svo margir norðlægir kynflokkar
hafa barist uin völdin. Rómanar, Bretónar, Englar, Skotar,
Irar og ýmsir aðrir kynstofnar hafa siglt þar að landi með
rupli og ránskap. Á miðöldunum voru strendur héraðsins
herjaðar um langt skeið af víkingum úr Suðureyjum, sem þá
var norskt jarlsdæmi. Fjöldinn allur af örnefnum þar um
slóðir er af norrænum uppruna, og bera þau ótvíræðar menjar
þess enn í dag. — Við þetta má bæta því, að skáldið er nor-
rænt í anda og hefur tekið sérstöku ástfóstri við íslendinga-
sögur. Ensku þýðingarnar á þeim mæta fyrst auganu, ef litið
er í bókaskápinn; einkum eru það þýðingar William Morris
09 Eiríks Magnússonar. En þó að svo auðvelt sé að rekja
til norrænna áhrifa í skáldskap Gordon Bottomleys, þá hefur
hann einnig sótt yrkisefni sín í alt aðra átt, til Biblíunnar og
Qrískra þjóðsagna.
Fyrsta kvæðasafn Bottomleys kom út árið 1896 og hét
The Mickle Drede. Það var lítil bók, nálægt 100 bls., og
hom út í litlu upplagi. Þremur árum síðar, árið 1899, kom
út ný ljóðabók, Poems at White-Nights,r) og árið 1904 kom
út The Gate of Smaragdus; af þeirri bók voru prentuð
1) White-Nighls er nafn á húsi.