Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 24
4
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
heima fyrir, ræður hann ekkert við áhrif Bandaríkjanna. Ekkert
stenzt voðavald dollarans. Ítalía hefur skuldbundið sig til að
borga Bandaríkjunum ófriðarskuldir sínar, jafnvel þó hún fai
ekki það sem hún á hjá Þjóðverjum og án tillits til gengis-
breytinga á ítölskum peningum. Hér standa Þjóðverjar betur
að vígi gagnvart Bandaríkjamönnum en ítalir. Því samkvæmt
Dawes-samningunum svo nefndu geta Þjóðverjar krafist um-
líðanar á afborgunum sínum, ef þær fella markið í verði.
Ítalía verður aftur á móti að standa í skilum með árlegar af-
borganir sínar, enda þótt það hafi í för með sér hrun heima
fyrir. Bandaríkjamenn ráða því í raun og veru lögum og lofum
í fjármálum Itala, geta a. m. k. ráðið miklu um gengi lírunnar.
Líka sögu er að segja frá Belgíu, og á Póllandi á ame-
rískur auðmannahringur meira en helming allra hluta í stærsta
sink-framleiðslufélagi Evrópu. Bæði pólskur og belgiskur iðn-
aður er í vandræðum með rekstursfé, og peningana fær hann
frá Ameríku — með vissum skilyrðum.
En öll kúgun skapar hatur. Sumir merkustu stjórnmálamenn
Bandaríkjanna eru nú að komast á þá skoðun, að innheimta
ófriðarskuldanna sé óframkvæmanleg, hún svari ekki kostnaði,
skuldunautarnir í Evrópu geti ekki borgað hernaðarlánin, en
árangurinn af því að ganga hart að verði ekki annað en óvild
og hatur. Bandaríkin geta ef til vill orðið hjálparþurfi, þótt
seinna verði. Þau geta lent í ófriði. Sum ríkin í Evrópu
mundu ekki sýta það, þó að dálítið dragi úr Bandaríkjamönn-
um rostann og þeir ættu eftir að komast í álíka erfiðar kring-
umstæður og þau hafa verið í. Raddir eru farnar að heyrast
um það, að heppilegasta lausnin á ófriðarskuldamálinu sé su,
að Bandaríkin láti skuldirnar niður falla gegn vináttu og
stuðningi Evrópuþjóðanna. En hvort þetta kemst í framkvæmd
er undir víðsýni og mannkostum þeirra komið, sem með
völdin fara í framtíðinni.
Koladeilan
brezka.
Merkasti og örlagaþrungnasti viðburður árs-
ins 1926 er vafalaust koladeilan brezka. Drögm
að þeirri deilu eru mörg og flókin. Siðasta
aldarfjórðunginn hefur hvað eftir annað komið upp megn
óánægja með rekstur ensku kolanámanna. Verkföll og verk-
bönn hafa verið tíðir atburðir. Rekstur námanna er orðinu
á eftir tímanum. Erlend samkepni, einkum þýzk, hefur dregio
úr sölu enskra kola, og ýmsar gamlar kvaðir, sem á námun-
um hvíla, hafa fyrir löngu sýnt nauðsynina á gagngerðri
skipulagsbreytingu við rekstur þeirra. Þegar námaeigendur
hafa séð fram á, að reksturinn bæri sig ekki, hafa þeir sjald-
an fundið annað ráð en lækka laun námumannanna. Sú var