Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 58

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 58
„SVONA GERUM VIÐ HLUTINA H É R I " stjórnun. „Kenning Z" er því nokkurs konar framhald af hugmyndum McGregors þar sem enn ein mynd er dregin upp af afstöðu til fólks og hvernig því sé best stjórnað (sjá t.d. Schein 1986:18-19 og Campell o.fl. 1987:105-106). Eins og áður sagði hafði Ouchi fyrst og fremst áhuga á að athuga hvað það væri sem einkenndi stjórnun í fyrirtækjum sem áttu mikilli velgengni að fagna. Megin- niðurstaða hans var sú að það sem réði úrslitum væru formerkin á þeirri stofnana- menningu sem ríkti í hverju fyrirtæki. „Kenning Z" er því lýsing á slíkri stofnana- menningu en hún er allfrábrugðin þeim stofnanabrag eða menningu sem „kenning X" og „kenning Y" segja til um. Samkvæmt Ouchi eru helstu einkenni menningar- innar í slíkum stofnunum þau að þar ríkir traust, samvinna, hópvinna, allir starfs- menn eiga jafna möguleika á starfsframa, starfsmenn vinna heilshugar að verkefn- um sínum og bera hag allrar stofnunarinnar fyrir brjósti (Hoy og Miskel 1991:215- 217). Þessar niðurstöður segja með öðrum orðum að hátækni og vélræn afköst séu ekki aðaláhrifavaldarnir í velgengni fyrirtækja og stofnana, heldur það með hvaða hætti fólki er stjórnað. Ouchi bendir síðan á ýmis skipulagsatriði sem ýta undir þessi mikilvægu ein- kenni í stofnanamenningunni. Hann segir að ef starfsmenn hafa tækifæri til að vinna hjá viðkomandi stofnun eða fyrirtæki ævilangt, beri þeir hag stofnunarinnar fyrir brjósti; ef starfsmenn hafa möguleika á hægu klifri upp metorðastigann, hvetji það til starfsframa; ef starfsmenn taka þátt í ákvörðunum, hvetji það til samvinnu og hópvinnu; ef hver starfsmaður ber fulla ábyrgð á sameiginlegum ákvörðunum, hvetji það til trúverðugleika og trausts; og að áhersla á hag allrar stofnunarinnar en ekki einstakra deilda eða undirfyrirtækja, hvetji til samvinnu meðal jafningja að sameiginlegu markmiði (Hoy og Miskel 1991:215-217). Niðurstöður Ouchi höfðu mikil áhrif á hugsun fræðimanna um stjórnun enda leiddu aðrar viðlíka rannsóknir svipað í ljós. Að öllum líkindum er rannsókn Peters og Watermans á 62 blómlegum fyrirtækjum í Bandaríkjunum frægust. Niðurstöð- urnar birtu þeir í bókinni In Search ofExcellence eða „Leitin að því besta" sem kom út árið 1982 og varð metsölubók um allan heim. Helstu niðurstöður Peters og Water- mans eru þær að stofnanamenning í þessum fyrirtækjum skipti sköpum fyrir vel- gengni þeirra og að stofnanamenningin einkenndist af framsækni - að ráðast beint á vandann í stað þess að setjast niður og gera áætlanir; af þjónustulund - að þjóna sem best þeim viðskiptavinum sem skiptu við fyrirtækið; af áherslum á nýbreytni - að frumkvæði hvers og eins til að vinna verkin á nýjan hátt sé tekið gilt og sjálfsagt; af trú á atgervi - að litið sé á starfsfólk sem lykil að framförum; af áherslum á gæði - að gæðavara eða þjónusta sé það sem stefna beri að (sjá t.d. Campell o.fl. 1987:106 og Hoy og Miskel 1991:216). Þessar niðurstöður Ouchis, Peters og Watermans og fjölmargar aðrar af svipuð- um toga leiddu til þess að stjórnendur í mörgum fyrirtækjum fóru að reyna að stjórna í anda þeirra, en það gekk misvel (Deal og Kennedy 1982). Augu margra fræðimanna beindust því að breytingastarfi í stofnunum og fyrirtækjum en sam- hliða umræddum rannsóknum á skilvirkni hafði mönnum orðið Ijóst hvað illa gekk að festa breytingar í sessi og gera þær að hluta af viðkomandi stofnanamenningu. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.