Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 59

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 59
BÖRKUR HANSEN Innan skólasamfélagsins eru rannsóknir Seymors Sarason og Michaels Fullan hvað eftirtektarverðastar, en Sarason var á undan sinni samtíð þegar hann í byrjun áttunda áratugarins (1971) samdi bók sína The Cultureofthe School and The Problem of Change, sem mætti þýða „Menning í skóla og vandinn við að breyta." I byrjun níunda áratugarins (1982) skrifar Kanadamaðurinn Michael Fullan á svipuðum nótum bók sína, The Meaning of Educational Change, eða „Merkingarbært breytingar- starf í skólum", en í þeirri bók færir hann rök fyrir því að breytingarstarf eigi fyrst og' fremst að beinast að stofnanamenningu. Báðir þessir höfundar glíma því við spurninguna hvort og hvernig hugmyndir um nýbreytni eða þróun komist í fram- kvæmd. Eftir áratuga rannsóknir á bandarískum skólum varpaði Sarason (1971) fram þeirri spurningu hvað gerðist eiginlega í innra starfi skóla þegar þrýstingur um breytingar kæmi utan frá, en í Bandaríkjunum voru mörg nýbreytniverkefni ein- mitt þannig til komin. Helsta niðurstaða Sarasons er að ef þessar nýju hugmyndir eru ekki markvisst tengdar menningu sérhverrar stofnunar, er líklegt að tómarúm eða gjá myndist í stofnanamenningunni, en slíkt leiðir til þess að viðkomandi hug- myndir komast alls ekki í framkvæmd. Sarason leggur því áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur séu meðvitaðir um þessa „brúargerð" eða tengingu milli hinna nýju hugmynda, sem eru mótaðar utan skólans, og ríkjandi menningar í viðkomandi skóla. Kennarar þurfi að fá ráðrúm, leiðsögn og tíma til að meðtaka hið nýja á eigin forsendum en það getur falið í sér að gleyma eða losa sig við hið gamla til að geta til- einkað sér hið nýja. Breytingar eru því tímafrekar og krefjast mikils undirbúnings og markvissrar forystu stjórnenda. Michael Fullan (1982) skrifaði í svipuðum anda og Sarason, en hann segir að til að skilja og hafa vald á breytingastarfi í skólastofnun sé nauðsynlegt að skilja breyt- ingar frá sjónarhóli þeirra sem þar starfa - frá sjónarhóli nemenda, kennara, stjórn- enda, foreldra o.s.frv. Fullan segir að athyglinni hafi ekki verið beint nógu mark- visst að þessum hlutverkum og þess vegna hafi ótrúlega fáar breytingar komist í framkvæmd, og á það einkum við breytingar að tilstuðlan hins opinbera. Lykillinn að árangursríku breytingastarfi sé að einbeita sér að menningu hvers skóla, sem hann leggur áherslu á að sé seinlegt, flókið og tímafrekt ferli. Það feli í sér breyt- ingar á gildismati allra starfsmanna, breytingar á ríkjandi normum, venjum og sið- um, ásamt breytingum á formgerð og vinnulagi. Nokkrir starfsdagar í byrjun eða við lok hvers skólaárs séu því ekki vænleg leið til að koma á breytingum, hvað þá að ná fram varanlegum breytingum. Fremur skuli búið svo um hnútana að stofnana- menningin feli í sér vilja til nýbreytni og umbóta á öllum stöðum og stigum skóla- starfsins og allir séu virkir, ekki bara stjórnendurnir eða einstakir starfsmenn. Vald stjórnenda til áhrifa nýtist ekki eitt og sér - það verði að tengjast valdi þeirra sem verkin vinna, valdi kennara til að hafa áhrif, valdi og vilja nemenda til að læra. Fullan segir að einungis með þessum hætti verði menning samhent og sterk, þ.e. allir þættir vinna saman. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.