Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 75
J Ó N TORFI JÓNASSON
Tafla 4
Meðaleinkunn í samræmdum prófum.
Miðað er við námslok annars vegar og flutning hins vegar.
Flokkunin byggist á fyrstu braut
Iðnnám Annað Stúdents- Meðaltöl
starfsnám nám
Meðaltal 4,76 5,09 6,34 6,08
Lokið 5,11 5,47 7,12 6,91
Ekki lokið 4,63 4,71 5,53 5,33
Mismunur 0,48 0,76 1,59 1,58
Námslok:* e= =0,5, F(l,3190)=984, p<0,001
Námslok x námsbraut: F(2,3190)= =23, p<0,001
Aldrei flutt 4,65 4,84 6,49 6,20
Flutt 5,15 6,19 5,59 5,53
Mismunur -0,50 -1,35 0,90 0,68
Flutningur: e=0,17, F(l,3190)=2, p>0,l
Flutningur x námsbraut: F(2,3190)=26, p=0,001
Flutningur x námslok (ekki marktækt). Námslok x flutningur x
námsbraut (e.m.)
* Tölfræðileg ályktun verður í öllum aðalatriðum sú sama hvort sem
einkunnirnar eru notaðar sem fylgibreyta í hefðbundinni dreifi-
greiningu eins og hér er gert eða þær notaðar sem frumbreyta í
„log-linear" greiningu.
Fyrir stúdentsbrautirnar er ljóst hvers er að vænta. Þar má búast við því að þeir, sem
koma lakar undirbúnir eða eru síður fyrir bóknám, flytji sig til eftir að hafa reynt
fyrir sér.
Ekki er eins ljóst við hverju má búast af nemendum á hinum brautunum, en þó
frekar að þeir sem ekki eru fyrir skólanám á annað borð hafi bæði lægri einkunnir
og séu rótlausir og því Iíklegri til þess að flytja sig til. Samkvæmt því ætti lakasti
bóknámshópurinn að flytja sig af starfsnámsbrautunum, en ekki er þó ljóst hvert.
En þá má líta á málið frá öðru sjónarhorni. Áður hefur verið bent á að sterkt sam-
band sé á milli árangurs á samræmdu prófunum og vals á námsbraut (sjá Töflu 2).
73