Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 128

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 128
BREYTILEG SJÓNARMIÐ OG AÐFERÐIR VIÐ SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU SKÓLA í 30 ÁR og reyndum að koma þar við hálfsmánaðarlega. Ég vitna aftur til ársskýrslu eftir Jónas Pálsson: Starfsemi Sálfræðideildar er nær óhugsandi án góðrar samvinnu afhálfu skólanna. Deildin hefur frá upphafi reynt að efla þetta samstarfog skapa þvífarveg. Skóla- stjórar og annað starfslið skólanna hefur líka yfirleitt sýnt samstarfsvilja og tiltrú ísamskiptum við deildina. Mjög skortir þó á að nægilegt samstarfsé milli deildar- innar og skólanna, helst þyrfti sami sálfræðingur að heimsækja sinn skóla hálfs- mánaðarlega og dveljast ískólanum heilan dag, kynnast kennurum persónulega og vandamálum einstakra bekkja og barna. Samstarf við hjúkrunarkonur skólanna gæti einnig orðið mjóg árangursríkt, þærgegna mikilvægu hlutverki, kynnast öðr- um betur ýmsu í uppeldis- og heimilisaðstæðum barnanna sem varpar Ijósi á vandamál þeirra. Samagegnir um skólalækna. Við alla þessa aðila hefur verið efnt til nokkurra samskipta en þau eru þó alltoflítil og stopul. Úr þessu verður ekki bætt nema starfsmenn dveljist meira úti í skólunum, en eins og stendur er erfitt að sjá hvernig úr því verður bætt nema með auknu starfsliði. Það var raunar ekki hægt að leyfa sér að eyða heilum degi í hverjum skóla hálfs- mánaðarlega á þessum tímum, en smátt og smátt fjölgaði heimsóknum í skóla og þær lengdust eftir því sem starfsfólki fjölgaði. ERFITT TÍMABIL Á árunum 1964-1974 var oft hörgull á starfsliði á Sálfræðideild, en flest ár var fjár- veiting til fleiri starfa en hægt var að fá sálfræðinga til. Skólaárið 1971-1972 hékk tilvist Sálfræðideildarinnar á bláþræði, en þá voru starfsmenn aðeins þrír, Svava Guðmundsdóttir, einn sálfræðinemi, Guðný Guðbjörnsdóttir, sem hafði lokið BA- prófi, og undirritaður sem tók við af Jónasi Pálssyni árið 1971. Við gáfumst þó alls ekki upp, en á þessum vetri urðu mest eitt hundrað á biðlista, og margir urðu sjálf- sagt frá að hverfa án þess að fá nokkra þjónustu. Það segir sig sjálft að við þær aðstæður er ekki mikill tími til að hugsa um sjónarmið eða markmið. Þess í stað fer tíminn í að sinna þeim vandamálum skjólstæðinga sem eru mest aðkallandi, í at- huganir, val á sérstofnanir og ráðgjöf. Eitt gleðilegt gerðist á þessum vetri þar sem við í mars 1972 fluttum Sálfræði- deild úr ekki alltof vistlegu húsnæði bakhússins Tjarnargötu 12 og yfir í hið glæsi- lega nýuppgerða hús Tjarnargötu 20. Þetta ár fengum við líka fyrst að ráða eigin ritara í fullt starf á Sálfræðideild. Þess má geta að staða sérkennslufulltrúa var stofnuð við Fræðsluskrifstofuna 1969 og var Þorsteinn Sigurðsson kennari ráðinn til að gegna því starfi. Sálfræði- deildir höfðu mikið samstarf við hann sem varð til að efla sérkennslu í borginni og koma betra skipulagi á hana. Nokkuð rættist úr með starfslið í byrjun áttunda áratugar, en oftast voru þó lausar stöður sálfræðinga og félagsráðgjafa á Sálfræðideildum og þær því ekki mannaðar að fullu. Á þessum árum breyttust hugmyndir manna nokkuð um meðferð. Smátt og smátt höfðu þau sjónarmið unnið á að meðferð skyldi ekki síður veitt foreldrum og 126
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.