Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 11
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
Málþroski barna við upphaf skólagöngu:
Sögubygging og samloðun í frásögnum
165 fimm ára barna - almenn einkenni
og einstaklingsmunur
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á málþroska barna eins og hann birtist
ífrásögmun þeirra um það bil sem þau hefja skólagöngu og kanna hversu breitt bil einstak-
lingsmunur spannaði á þessum aldri. Eitt hundrað sextíu og fimm fimm ára börn (meðalald-
ur 5 ára 6 mán.) sögðu sögu eftir myndabók sem rekur sögu með þremur aðalpersónum í 24
myndum án texta. Sögurnar voru teknar upp á myndband og síðan tölvuskráðar frá orði til
orðs. Greiningin beindist að sögubyggingu og samloðunaraðferðum. Heildarniðurstöður stað-
festu þá niðurstöðu úr rannsókn á litlum hópi fimm ára barnafrá 1992 að dæmigerðfimm ára
börn segi ekki heildstæða sögu við þessar aðstæður og notifáar og emfaldar samloðunaraðferð-
ir. Einstaklingsmunur reyndist hins vegar gríðarmikill. Sögur slakasta fjórðungs hópsins
voru mjög áþekkar sögum meðal þriggja ára barnanna í rannsókninni frá 1992, en sterkasti
fjórðungurinn sagði hins vegar flóknar, samloðandi sögur með blæbrigðaríkum málaðferðum
sem sýndu söguþroska dæmigerðra sjö og jafnvel níu ára barna samkvæmt fyrri rannsókn.
Marktækur munur var á fjölda söguþátta, lengd frásagnanna ogfjölda og gerð samloðunar-
tengja í undirhópunum þremur, og marktæk fylgni á milli sögubyggingar, samloðunar og
lengdar sagnanna ísetningum. í umræðukafla er rætt um hvað niðurstöðurnar fela i'sér fyrir
nám og kennslu barna áfyrstu skólaárunum.
INNGANGUR
Málþroski er vítt hugtak sem felur í sér margs konar þekkingu og færni. í máltöku-
ferlinu læra börn orð, merkingu þeirra, framburð og beygingar. Þau læra hvernig
tengja má orðin saman á margvíslegan hátt til að fá fram mismunandi merkingu. Þau
læra að flétta saman margar setningar í eina samfellda heild, t.d. í frásögn eða annars
konar orðræðu. Þau læra líka óskráðar reglur og hefðir um málsnið og hvernig við-
eigandi er að haga orðum sínum eftir aðstæðum, viðmælendum og umræðuefni.
Allir þættir málþroska eru bæði háðir meðfæddum eiginleikum og uppeldisáhrif-
um, þó hlutur erfða annars vegar og reynslu og umhverfis hins vegar vegi misþungt
9