Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 19
HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR
í þessari atlögu var hugað að tengingum setninga. Sögunum var skipt í setningar
þar sem hver setning innihélt eina sögn í persónuhætti. Tengingar á milli setninga
voru lyklaðar sem hér segir:
a) Aukatengingar.
b) Aðaltengingar. Lyklaðir voru eftirtaldir undirflokkar:
1- »og"
2. Tíðaratviksorð notuð sem tengingar, t.d. (og) svol (og) síðan/ (og) þd. Fram-
vegis kallaðar raðtengingar.
3. Staðaratviksorð og ábendingarfornöfn notuð sem tenging, t.d. hér, hérna,
þarna, þessi. Framvegis kölluð bendivísarnir.
3. Tölfræðileg úrvinnsla
Forritið SPSS var notað við tölfræðilega úrvinnslu. Auk lýsandi tölfræði (meðaltöl,
staðalfrávik) var dreifigreiningu (ANOVA) og post hoc prófum beitt til að ganga úr
skugga um hvort og hvar munur á meðaltölum hópa væri tölfræðilega marktækur.
Fylgni var reiknuð út með Pearson's r.
Fylgibreytur voru þessar:
• Lengd frásagnanna (í setningum talið)
• Stig fyrir sögubyggingu (0-9)
Kynning eða sviðsetning sögu (0-2)
Stig fyrir fjölda efnisþátta/Söguþættir (0-7)
• Samloðun:
Hlutfall (%) aukasetninga af öllum setningum
Hlutfall „raðtengdra" setninga „svo, og svo, síðan, og síðan, þá, og þá"
Hlutfall setninga tengdra með aðaltengingunni „og"
Hlutfall setninga tengdra með bendivísun „hér(na), þar(na), þessi..."
Sögurnar voru mislangar og fyrir hverja sögu var því reiknað hlutfall (%) hvers
flokks tenginga af heildarfjölda setninga. Fimm aukasetningar í sögu sem var 50 setn-
ingar að lengd varð þannig 10%, og sömuleiðis tvær í sögu sem var 20 setningar að
lengd.
NIÐURSTÖÐUR
í þessum kafla verða fyrst kynntar niðurstöður fyrir hópinn í heild hvað varðar
lengd, sögubyggingu og setningategundir, og þar sem því verður við komið verður
hópurinn borinn saman við niðurstöður um jafnaldra úr fyrri rannsókn á frásögnum
íslenskra barna (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 1992). í öðrum hluta verður fjallað um
einstaklingsmun innan hópsins. Hópnum var skipt í þrennt eftir heildarstigafjölda
hvers sögumanns fyrir sögubyggingu. Undirhóparnir voru bornir saman innbyrðis
og síðan við niðurstöður úr hópum þriggja, fimm, sjö og níu ára barna úr rannsókn
17