Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 21
HRAFNHILDUR RAGNARSDOTTIR
Langflest börnin - eða 106 af 165 (64%) - höfðu enga sviðsetningu eða kynningu á
sögupersónum í upphafi sögunnar, heldur sneru sér strax að lýsingu á því sem fyrir
augu bar á fyrstu myndinni. Einungis 27 sögur, eða 16,3% af hópnum, höfðu upp-
hafskafla með fullnægjandi kynningu á sögupersónum og sögusviði. Auk þeirra var
í tæplega 20% tilfella einhver vísir að kynningu. Til samanburðar höfðu tvö börn af
tíu í R-1992 kynningu, eða 20%. Ekkert þeirra var með fullnægjandi kynningu.
Dreifing stiga fyrir söguþætti var sömuleiðis mjög mikil, og spannaði allt frá því
að hafa alla sjö söguþættina í sínum sögum (3,6% hópsins) til þess að nefna engan
(15% hópsins).
Til þess að kortleggja breiddina í hópnum, var honum skipt í þrjá undirhópa út frá
samanlögðum stigafjölda fyrir sögubyggingu (þ.e. inngang og sögubyggingu,
hámark 9 stig). Skilin milli hópanna voru sett við þann stigafjölda sem komst næst
því að skipta hópnum í hlutföllunum 25% - 50% - 25%: í HÁ_5ára voru þau börn sem
flest stig fengu í heild fyrir sögubyggingu (6-9 stig; n=45 eða 27,3% alls hópsins), í
LÁG_5ára voru þau sem fengu fæst stig (0-2 stig; «=35 eða 21,2%) og í MIÐ_5ára var
sem næst helmingi barnanna, þau sem voru í miðið (3-5 stig; «=85 eða 51,5% hóps-
ins). Undirhóparnir þrír voru bornir hver saman við annan með tilliti til lengdar
sögu, sögubyggingar og samloðunaraðferða, og síðan við þriggja, fimm, sjö og níu
ára börnin í R-1992.
í gráum súlum á mynd 1 gefur að líta meðallengd sagna undirhópanna þriggja (í
setningum talið) og til samanburðar meðallengd eftir aldursflokkum úr R-1992.
ANOVA leiddi í ljós að munurinn á LÁG_, MIÐ_ og HÁ_5ára var marktækur
(F (2,162)=29,115, p < 0,001), og post hoc próf sýndi að sögur LÁG_5ára voru mark-
tækt styttri en MIÐ_5ára, og MIÐ_5ára marktækt styttri en HÁ_5ára.
Mynd 1
Meðalfjöldi setninga í froskasögum eftir aldri
120
100
60
60
40
20
0
3 ára LÁG_5ára 5 ára'92 MIÐ_5ára HÁ_5ára 7 ára 9 ára Fullorðnir
19