Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 25
HRAFNHILDUR RAGNARSDOTTIR
Mynd 5
Meðalhlutfall (%) setninga tengdra með og eftir aldri
40%
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
Eins og myndirnar sýna, reyndust börnin í LÁG_5ára vera með svipað hlutfall
auka-, rað- og og-tenginga og þriggja ára börnin í R-1992, en HÁ_5ára í þessari rann-
sókn svipaði hins vegar til sjö ára barnanna í R-1992. Tafla 1 ber saman HÁ_5ára og
LÁG_5ára og sýnir og að himinn og haf aðgreinir tengingar þessara tveggja hópa:
Allar gerðir tenginga (benditengingarnar hérna, parna... undanskildar) voru miklu
meira notaðar í hæsta fjórðungnum en í þeim lægsta. Dreifigreining (ANOVA) stað-
festi að munur á milli hópanna þriggja var marktækur að því er varðar hlutfall auka-
setninga (F (2,162) = 23,754, p < 0,001), „og"-setninga (F (2,162) = 19,985, p < 0,001) og
raðtengdra setninga (F (2,162) = 22,838, p < 0.001) af heildarfjölda setninga. Munur-
inn á milli notkunar hópanna þriggja á tengingunni „en" var hins vegar ekki mark-
tækur, og notkun á benditengingum var rétt undir marktæknimörkum (p=0,061).
Post hoc próf (Tukey B) leiddu í ljós að HÁ_5ára notuðu marktækt fleiri aukasetning-
ar en bæði MIÐ_5ára og LÁG_5ára, og að LÁG_5ára notuðu marktækt færri „og“- og
raðtengdar setningar en bæði MIÐ_5ára og HÁ_5ára. LÁG_5ára börnin notuðu líka
marktækt fleiri benditengingar (6%) en hinir tveir hóparnir (um 2%). Munurinn á
MIÐ_5ára og HÁ_5ára í notkun rað-, „oy"-tengdra setninga og setninga sem tengdar
voru saman með benditenginum (hérna, þarna...) var hins vegar ekki marktækur.
í textum slakasta fjórðungsins voru semsé tiltölulega fáar tengingar af neinu tagi
(sjá töflu 1). Aðeins 13% setninganna byrjuðu á „og", 9% voru raðtengdar og þau
notuðu svo til engar aukasetningar (0,9%). Hópurinn sem var með flest stig fyrir
sögubyggingu, HÁ_5ára hópurinn, notaði aftur á móti allar gerðir tenginga í ríkum
mæli. Þannig voru 31% setninga þeirra tengdar með „og“ og 30% voru raðtengdar.
Þau notuðu ennfremur í talsverðum mæli sjaidgæfari og merkingarlega flóknari
tengingar eins og aukatengingar (10%) og andstæðutenginguna „en" 5,2%, en hún
var mjög lítið notuð í LÁG_ og MIÐ_5ára. Þessi hlutföll eru mjög nærri þeim sem
niðurstöður R-1992 leiddu í ljós fyrir sjö og níu ára börnin.
23