Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 26
MÁLÞROSKI BARNA VIÐ UPPHAF SKÓLAGÖNGU:
Tafla 1
Samanburður á notkun tenginga í hæsta og lægsta fjórðungi 5 óra sögumanna
Há_5 ára Lág_5 ára
• 10 % aukasetningar • 0,9% aukasetningar
• 30 % raðtengdar • 9% raðtengdar
• 31 % °g • 12% °g
• 5,2% en • 1,4% en
• 1,6% benditengingar • 5,8% benditengingar
Tengsl milli sögubyggingar, samloðunaraðferða og lengdar frásagna
Lengd, bygging sögu og tengingar
í sögum fimm ára barnanna hélst lengd sagnanna í hendur við fjölda söguþátta og
einnig við hlutfall allra tegunda samtenginga. Þetta birtist í marktækri fylgni á milli
lengdar sögu og fjölda söguþátta (r=0,538; p < 0,01), á milli lengdar sögu og hlutfalls
aukasetninga (r=0,417; p < 0,01), lengdar sögu og hlutfalls raðtenginga (r=0,233;
p < 0,01) og lengdar sögu og hlutfalls setninga tengdra með og (r=0,285; p < 0,01).
Fjöldi söguþótta og samloðun
Marktæk fylgni var einnig á milli fjölda efnisþátta og samloðunaraðferða. Því fleiri
efnisþætti sem sögur barnanna innihéldu, því fleiri og fjölbreytilegri tengingar
notuðu þau á milli setninga. Þannig var marktæk fylgni á milli fjölda söguþátta og
hlutfalls aukasetninga í sögum (r=0,545; p < 0,01), fjölda söguþátta og hlutfalls rað-
tengdra setninga (r=0,327; p < 0,01) og fjölda söguþátta og hlutfalls setninga tengdra
með „og" (r=0,388; p < 0,01). Þetta þýðir að því flóknari sem sögurnar voru, því meira
voru allar gerðir samtenginga á milli setninga notaðar, að benditengingum undan-
skildum. Þegar fimm, sjö og níu ára börnum var slengt saman í R-1992 reyndist
einnig vera marktæk fylgni á milli fjölda söguþátta og notkunar auka- og „oy"-setn-
inga. Burtséð frá aldri, sögðu börnin sem sagt því lengri sögur og notuðu því fleiri
aukasetningar sem sögur þeirra innihéldu fleiri söguþætti. Fylgni sem fram kom í
stóra fimm ára hópnum á milli fjölda söguþátta og notkunar raðtenginga var hins
vegar ekki að finna þvert á aldurshópa.
SAMANTEKT OG UMRÆÐA
Rannsókn sú sem fjallað er um í þessari grein náði til 165 barna úrtaks fimm ára barna
sem öll sögðu sögu út frá sömu kveikju, myndabókinni Frog where are you? Niður-
stöður hennar staðfesta niðurstöður fyrri rannsóknar greinarhöfundar á litlum hópi
fimm ára barna en sýna jafnframt gríðarlegan einstaklingsmun innan þessa aldurs-
hóps.
Rannsóknin staðfesti að dæmigert fimm ára barn ræður ekki við að segja sögu á
borð við froskasöguna þannig að óinnvígður hlustandi átti sig á framvindunni eða
24