Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 35
GRETAR L. MARINÓSSON OG
AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR
Hvað vitum við um menntun nemenda
með þroskahömlun á íslandi?
ígreininni er leitað svara í heimildum við fjölmörgum spurningum um menntun nemenda
með þroskahömlun í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum hér á landi: Hvernig er
hópurinn skilgreindur? Hvernig vinna einstakir kennarar og skólar, sveitarfélög og mennta-
málaráðuneyti að því að laga menntun að þörfum þeirra? í Ijós kemur áð afmörkun hópsins
er ólík eftir því hvort byggt er á vinnubrögðum greiningaraðila eða skóla. Þótt allmikið sé vit-
að um vinnubrögð í skólum skoða fáar rannsóknir menntun þessa hóps sérstaklega. Því er
erfitt að átta sig á því enn sem komið er að hvaða marki framkvæmdin er í samræmi við opin-
bera stefmi eða hvernig megi skýra hana eða bæta. Leitast er við að rekja það sem vitað er og
orða jafnóðum helstu spurningar sem mikilvægt er að svara með frekari rannsóknum.
INNGANGUR
Á undanförnum áratugum hafa aðstæður fólks með þroskahömlun í íslensku samfé-
lagi gjörbreyst. Þessar breytingar eiga rætur að rekja til hugmynda og þróunar á vel-
ferðarkerfi Norðurlanda, sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku, á sjötta áratug síðustu
aldar sem bárust fljótlega til nágrannalanda. Hverfa skyldi frá stofnanavistun, fatl-
aðir ættu ekki að lifa einangraðir í samfélaginu heldur að nota almenna þjónustu
samfélagsins og taka virkan þátt í atvinnu- og félagslífi. Þróa skyldi þjónustu velferð-
arsamfélagsins í þá átt að gera þeim það mögulegt (Bank-Mikkelsen, 1969; Nirje,
1969). Þessar kenningar hafa síðan mótað vinnu við uppbyggingu á þjónustu við
fatlaða í flestum vestrænum ríkjum (Margrét Margeirsdóttir, 2001, bls. 60-62).
Á þessu tímabili hafa forystumenn frjálsra félagasamtaka, svo sem Landssamtak-
anna Þroskahjálpar, beitt sér fyrir umræðu um aðstæður og stöðu fólks með þroska-
hömlun og aðgerðum til að bæta hana. Kveikjan að þessari grein er sú að árið 2002
tók Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands að sér, einmitt að tilstuðlan Þroska-
hjálpar, að rannsaka stöðu nemenda með þroskahömlun í skólakerfinu.1 Tilgangur
greinarinnar er að gefa yfirlit yfir það sem nú þegar er vitað um menntun barna og
1 Lokaskýrsla er væntanleg árið 2005.
33