Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 39
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR
þarfir. Fram hefur komið að flokkun nemenda fer eftir ólíkum viðmiðunum skólanna
(Guðný A. Kristjánsdóttir, 1993; Jóna S. Valbergsdóttir, 1999; Sigríður Einarsdóttir,
2003). Fátt eitt er vitað um þessi viðmið enda flókið að skilgreina þau. Ekki er heldur
sjálfgefið að nemandi með þroskahömlun eða alvarleg þroskafrávik njóti skil-
greindrar sérkennslu.
Miðað við þann tiltölulega stóra hóp sem fær sérkennslu í grunnskóla (allt að 20%)
er hópur nemenda með fötlun ekki stór (um 2-3% af heildarfjölda). Þar af eru um
0,4% í sérskólum og um 0,5% í sérhæfðum sérdeildum (Eurybase, 2004). „Nemendur
með þroskahömlun" virðast þess vegna vera hlutfallslega afar lítill hópur sem dreif-
ist ójafnt á svæði og skólastig. Örfáir nemendur með fötlun eru innritaðir árlega í
hvern almennan skóla af meðalstærð, og að líkindum enn færri nemendur með
þroskahömlun. Því eru almennir skólar almennt ekki vanir að mæta þörfum þroska-
heftra nemenda og þurfa sérstakan undirbúning til þess í hvert sinn sem nemandi
með slíka fötlun er væntanlegur (Ingibjörg Auðunsdóttir og Svanfríður Larsen, 1997).
2. STEFNA í MÁLEFNUM NEMENDA MEÐ ÞROSKAHÖMLUN
Flugtakið stefna merkir hér opinbera stefnu. Gert er ráð fyrir því að við mótun opin-
berrar stefnu sé tekið tillit til sjónarmiða áhrifaaðila jafnt hér á landi sem erlendis. Því
er hér getið stefnu stærstu félagasamtaka fatlaðra hér á landi svo og Sameinuðu þjóð-
anna jafnt sem stefnu sem kemur fram í lögum og reglugerðum. Mikilvægt er að
fylgjast með því hvaða stefnu stjórnmálaflokkar, ráðuneyti, sveitarstjórnir, einstakir
ráðamenn menntamála og félagasamtök setja fram í málefnum fólks með fötlun,
hvernig stefnan er mótuð og birt og hvernig framkvæmdin samræmist birtingunni.
Opinber stefna og hugmyndafræði
Leik-, grunn- og framhaldsskólar í landinu eiga samkvæmt gildandi lögum að stuðla
að alhliða þroska, heilbrigði og menntun barna og unglinga og skapa öllum sem
þangað sækja námsaðstæður og námsefni við hæfi. Skólunum er einnig ætlað að búa
nemendur undir líf og starf í samfélaginu. í lögum um öll skólastigin eru ákvæði um
nemendur sem þurfa sérstuðning í námi vegna ýmissa sérþarfa eða fötlunar:
Börn á leikskólaaldri, sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félagslegra
erfiðleika þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, eiga rétt á henni innan leikskól-
ans undir handleiðslu sérfræðinga. (Lög um leikskóla, 1994, 15. gr.)
Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðug-
leika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2.
gr. laga nr. 59/1992, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi. (Lög um
grunnskóla, 1995, 37. gr.)
Á framhaldsskólastigi skal veita fötluðum nemendum samkvæmt skil-
greiningu á hugtakinu fatlaður í 2. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatl-
37