Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 44
HVAÐ VITUM VIÐ UM MENNTUN NEMENDA MEÐ ÞROSKAHOMLUN A ISLANDI?
4. FRAMKVÆMD í SKÓLUM
Þegar skólastarf er skilgreint sem framkvæmd opinberrar stefnu ber að hafa í huga
að fæstir starfsmenn skólanna skilgreina það þannig. Þeim finnst þeir gegna starfi
sem mótast af mörgum öðrum þáttum fremur en opinberri stefnu, svo sem fyrirmæl-
um nánustu yfirmanna, samkomulagi meðal starfsmanna skólans, áherslum í eigin
menntun, áhugamálum í starfi, ákvæðum kjarasamninga, eigin ráðningarsamningi
og ekki síst því samkomulagi sem þeir gera við nemendur sína. Hér er rætt um fram-
kvæmd í skólum til að leita svara við því hvort nemendur með þroskahömlun fái
menntun til jafns við aðra nemendur og ber að hafa hugfast að slík framsetning er
einföldun á því sem fram fer.
Inntaka nemenda með þroskahömlun
Viðbrögð skóla við nemendum með þroskahömlun eru að því er virðist afar mismun-
andi eftir skólastigum. Almennir leikskólar taka við nemendum með slíka greiningu
og engar sérdeildir eða sérleikskólar eru til fyrir fötluð börn á aldrinum 2-6 ára; á
grunnskólaaldri er hluti hópsins í sérskólum eða sérdeildum en foreldrar sækjast eftir
því í vaxandi mæli að innrita börn sín í almenna skóla; í framhaldsskólum er nem-
endahópurinn, að því er best er vitað, allur á starfsbrautum. Ekki er vitað fyrir víst
hvað veldur þessari ójöfnu dreifingu og ólíku viðbrögðum skóla á hinum ýmsu ald-
ursstigum þótt getum megi að því leiða að meginástæðan sé aukin áhersla á bóknám
eftir því sem nemendur eldast.
Nokkrar rannsóknir hafa bent á að misauðvelt sé að innrita nemendur með
þroskahömlun í einstaka skóla og skólagerðir og tryggja þeim þar menntun við hæfi
(Anna I. Pétursdóttir, 1998; Eyrún í. Gísladóttir, 1999; Guðný B. Tryggvadóttir o.fl.,
2000). Það vekur spurningar um þær fyrirfram hugmyndir sem skólastjórnendur, sér-
fræðingar og kennarar gera sér um menntun nemenda með þroskahömlun og hvern-
ig inntöku þessara nemenda er háttað í almenna skóla. Spurningar vakna jafnframt
um hvernig ákvarðanir eru teknar um í hvers konar skóla nemendur með þroska-
hömlun eru innritaðir, hver taki þá ákvörðun og á hvaða forsendum.
Skólastefna
Skólum er ætlað að setja sér stefnu, m.a. um hvernig þeir bregðast við fjölbreyttum
námsþörfum nemenda sinna (Aðalnámskrá framhaldsskóla, 1999; Aðalnámskrá
grunnskóla, 1999; Aðalnámskrá leikskóla, 1999). Gerð skólastefnu að því er varðar
fatlaða nemendur felur meðal annars í sér ákvarðanir skólastjórnar um hvernig nem-
endum skólans er skipað í hópa, hverjir eru ráðnir til kennslu hópanna, hvaða hús-
næði er nýtt til kennslunnar og hvaða ráðstafanir eru gerðar um viðbótarstuðning
fyrir þá nemendur og kennara sem þess þurfa. Skólinn þarf jafnframt að ákveða
hvernig hann hyggst sjálfur meta starf sitt. Kennarar eiga síðan að vinna námskrá
fyrir sinn hóp og þá nemendur sem hafa sérþarfir, ákveða námsefni, markmið,
kennsluskipulag og kennsluhætti. Þeir þurfa og að taka ákvarðanir um samstarf sín
á milli, við foreldra og sérfræðinga utan skólans. Leita þarf svara við því að hvaða
42