Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 48
HVAÐ VITUM VIÐ UM MENNTUN NEMENDA MEÐ ÞROSKAHÖMLUN Á ÍSLANDI?
Einstaklingsnámskrár og námsmat
í rannsókn á sérkennslu á öllum skólastigum og landinu öllu fyrir rúmum áratug var
komist að þeirri niðurstöðu að námskrárgerð fyrir einstaklinga væri misalgeng eftir
skólastigum og að á öllum stigum skorti nokkuð á tengsl námskrár við greiningu og
kennslu (Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, 1992). í nýlegri könnun kom fram að mjög mis-
jafnt er milli skóla í Reykjavík hvort sérkennslunemendum er kennt samkvæmt ein-
staklingsnámskrá eða hópnámskrá (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000). í annarri rann-
sókn kom í ljós að kennarar í sérdeildum virtust ekki alltaf gera einstaklingsáætlanir
og ekki nýta sér þær mikið til samvinnu við aðra kennara. Lítið samstarf var oft við
nemendur sjálfa og foreldra þeirra um námskrárgerðina (Jakob Bragi Hannesson,
2000). í rannsókn sem gerð var á Suðurlandi 1998 virtist einstaklingnámskrá vera
gerð fyrir minnihluta fatlaðra barna, að mati foreldra, en vísbendingar voru um
tengsl milli ánægju foreldra með skólann og gerð einstaklingsnámskrár (Auður B.
Kristinsdóttir, 1999, bls. 55-56). Einstaka rannsókn sýnir að kennsla almenns nem-
endahóps hefur verið endurskoðuð í heild sinni við komu fatlaðs einstaklings í hóp-
inn og námsáætlun hans fléttuð vel inn í námskrá bekkjarins (Rósa Eggertsdóttir og
Gretar L. Marinósson, 2002).
Einungis ein rannsókn fjallar sérstaklega um námsmat að því er þessa nemendur
varðar. Þar kemur fram að kennarar semja yfirleitt sín eigin próf út frá námsefni sem
þeir hafa samið eða valið fyrir nemendur, þeir nota greinandi próf eða viðmiðunar-
lista til að meta styrkleika og veikleika nemenda. Aldurssvarandi árgangapróf eru
lögð fyrir, oft að ósk foreldra (Jóna S. Valbergsdóttir, 1999).
Félagslegar hugsmíðar
Ætla má að félagslegar hugsmíðar (social constructions) þeirra sem umgangast þroska-
hefta hafi ráðandi áhrif á viðbrögð skóla við menntunarþörfum þeirra (sbr. Gergen,
1985; Searle, 1995). Þótt einstaka rannsóknir leitist við að skýra ráðandi félagslegar
hugsmíðar í skólum að því er varðar nemendur með fötlun hér á landi (Dóra S.
Bjarnason, 2002, 2003; Elsa Sigríður Jónsdóttir, 1999; Gretar L. Marinósson, 2002;
Oddný I. Yngvadóttir, 1999) skortir upplýsingar um hvernig starfsmenn hugsa um
nemendur með þroskahömlun sérstaklega og þá menntun sem þeir fá. Hvaða gildi
telja kennarar að nemendur með þroskahömlun hafi fyrir skólasamfélagið? Hvaða
sýn hafa þeir á þekkingartileinkun og færni þessara nemenda? Hvaða þörf telja þeir
að þessir nemendur hafi fyrir félagatengsl, stjórnun, umhyggju, leiðsögn og fyrir-
myndir?
5. NEMENDUR OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA
Lög og reglur ráða því hvaða úrræði og þjónusta er í boði sem hefur áhrif á þátttöku
nemenda við ýmsar aðstæður. Tengsl skóla, heilbrigðis- og félagskerfis skipta miklu
fyrir þátttöku og vellíðan nemenda (Snæfríður Þóra Egilson, 2003). Félagsleg sam-
46