Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 50
HVAÐ VITUM VIÐ UM MENNTUN NEMENDA MEÐ ÞROSKAHÖMLUN Á ÍSLANDI?
SAMANTEKT
Að lokum má draga efni þessarar greinar saman í tvennu lagi; um eðli rannsókna
sem þessi þekking byggir á og um niðurstöður þessara rannsókna. Þær rannsóknir
sem gefa vísbendingu um menntun nemenda með þroskahömlun á landinu í dag ein-
kennast af nokkrum þáttum:4
• Rannsóknir eru fáar og flestar nokkuð gamlar. Nýrri rannsóknir eru einkum
lokaverkefni nemenda í framhaldsnámi á háskólastigi. Auk þess hefur Reykja-
víkurborg gert átak undanfarin ár í að rannsaka starf grunnskóla almennt,
ekki síst málefni nemenda með sérþarfir. Engin rannsókn hefur kannað sér-
staklega menntun nemenda með þroskahömlun.
• Engin rannsókn hefur skoðað sérstaklega áhrif þeirrar kerfisbreytingar og
breytingar á menntastefnu sem orðið hefur með tilkomu laga um málefni fatl-
aðra, með flutningi grunnskóla til sveitarfélaga og með setningu nýrra Aðal-
námskráa fyrir öll skólastigin.
• Rannsóknirnar byggja á ólíkum fræðilegum forsendum, flestar ganga út frá
læknisfræðilegu líkani fötlunar og sérþarfa, nokkrar út frá félagslegu líkani.
• Rannsóknir eru jafnt megindlegar í nálgun sem eigindlegar og fer þeim
eigindlegu fjölgandi. Sumar rannsóknanna blanda þessum nálgunum saman.
Auk þess má nefna skýrslur um tilviksathuganir, þróunarverkefni og starf-
endarannsóknir í einstökum skólum.
• Flestar rannsóknanna fjalla um grunnskólann, næst flestar um leikskólann en
fæstar um framhaldsskólann.
• Rannsóknirnar fjalla meira um almenna skóla en sérskóla eða sérdeildir og
yfirgnæfandi meirihluti þeirra fjallar á einhvern hátt um menntun án aðgrein-
ingar eða heildtækt skólastarf.
• Rannsóknirnar eru að mestu gerðar af þrenns konar tilefni: Fyrir opinbera
aðila svo sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélög til að nýtast við stefnu-
mörkun, sem hluti af framhaldsnámi og sem hluti af þróunarverkefnum
styrktum af sjóðum menntamálaráðuneytis eða kennarasamtaka.
• Það er lítil samfella í rannsóknunum, þ.e. ekki er gerð tilraun til að fylgja
niðurstöðum einnar rannsóknar eftir með öðrum rannsóknum.
Um niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hefur verið vísað til, má segja eftirfarandi
í stuttri samantekt:
• Opinber stefna um menntun nemenda með sérþarfir/fötlun, jafnt hér sem
erlendis, leggur áherslu á jafnræði og blöndun. Stefna félagasamtaka er sam-
hljóma. Nýlega hefur jafnframt verið lögð áhersla á skilvirkni og árangur í
skólastarfi.
• Opinber stefna um menntun nemenda með þroskahömlun er felld inn í stefnu
um menntun fatlaðra nemenda. Framkvæmd stefnunnar er að mestu í hönd-
um menntamálaráðuneytis og rekstraraðila skóla.
4 Sjá ennfremur Gretar L. Marinósson (2004).
48