Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 59
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
Tvær stefnur - tvenns konar hefðir í
kennslu ungra barna
Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða kennsluaðferðir leikskólakennara og kenn-
ara í jyrsta bekk grunnskólans í því skyni að öðlast betri skilning á hefðum og hneigðum í
kennslu yngri barna. Rannsóknin fór fram í tveimur leikskólum og tveimur grunnskólum í
Reykjavík. Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir ogfylgst með tveimur leikskólakenn-
urum og tveimur grunnskólakennurum í starfi. Reynt var að skyggnast gaumgæfilega inn í
störfþeirra og átta sig á þeim þáttum sem hafa áhrifá starfshætti þeirra. Þátttökuathuganir,
hálfopin viðtöl og greining ritaðra gagna voru helstu gagnaöflunaraðferðir. Niðurstöður
rannsóknarinnar sýna að starfshættir leikskólakennaranna voru töluvert frábrugðnir starfs-
háttum grunnskólakennaranna, þar með talið skipulag, hópastærðir, námskrár og kennsluað-
ferðir. Leikskólakennararnir lögðu áherslu á umönnun, samskipti, sjálfstraust, leikog óbeinar
kennsluaðferðir, en grunnskólakennararnir lögðu meiri áherslu á hópkennslu og kennslu í
lestri og stærðfræði. Niðurstöðurnar sýna að ólíkt starfsumlwerfi kennaranna fjögurra mótar
starfshætti þeirra. Opinber menntastefia sem birtist í lögum og aðalnámskrám er mikilvæg-
ur áhrifaþáttur og sömuleiðis ólíkar hefðir þessara stofitana. Væntingarforeldra og samfélags-
ins hafa einnig áhrif á störf kennaranna.
INNGANGUR
Kennsla barna á mótum leik- og grunnskóla er viðfangsefni þeirrar rannsóknar sem
hér er fjallað um. Leikskólar og grunnskólar á íslandi eiga ólíka sögu og hefðir og
byggja á ólíkri hugmyndafræði. Leikskólinn sem í upphafi var hugsaður sem skjól og
athvarf fyrir börn fátækra foreldra, hefur á tiltölulega skömmum tíma þróast og
breyst og er nú fyrsta skólastigið í landinu (Lög um leikskóla, 1994). Þar er nú unnið
samkvæmt nýrri aðalnámskrá fyrir leikskólastigið (Aðalnámskrá leikskóla, 1999).
Umtalsverðar breytingar hafa einnig orðið á starfi í fyrstu bekkjum grunnskólans.
Árið 1970 hófst kennsla sex ára barna almennt í grunnskólum í Reykjavík og var
meginmarkmið í upphafi að jafna námsaðstöðu barna, kenna þeim að umgangast
jafnaldra sína og aðlaga þau að skólanum (Menntamálaráðuneytið, 1981). Sex ára
deildirnar voru ekki skylda í upphafi og voru börnin einungis í skólanum um tvær
kennslustundir á dag. Sex ára börn eru nú skólaskyld (Lög um grunnskóla, 1991) og
57