Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 65
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
liti til þess sem ég hafði séð og heyrt í þátttökuathugununum. Skólastjórarnir voru
spurðir út í sömu þætti auk almennra þátta um skólann í heild. Þar sem ég dvaldi
töluverðan tíma í skólunum umgekkst ég kennarana og samstarfsfólk þeirra mikið
og tók þátt í spjalli og tók óformleg viðtöl.
Söfnun hluta og skjala
Auk viðtala og þátttökuathugana voru ýmsar ritaðar heimildir athugaðar, t.d.
stundaskrár, dagskipulag, áætlanir kennaranna, upplýsingabæklingar og bréf til for-
eldra, námskrár, skólanámskrár, fyrirmæli frá skólastjóra og ákvarðanir starfsmanna-
funda.
Greining gagna
Gögnin voru greind að vissu marki samhliða gagnaöfluninni en einnig fór greining
gagna fram að verulegu leyti eftir að gagnasöfnun lauk. Við greiningu gagnanna var
byggt á aðferðum Bogdan og Biklen (1998), Hatch (2002) og Miles og Huberman
(1994). Eftir námkvæman lestur viðtala og vettvangsnótna frá þátttökuathugununum
voru búnir til kóðunarflokkar. Gögnin voru færð inn í tölvuforritið NVivo Nud*ist til
greiningar. Forritið var notað til að kóða og skipuleggja gögnin. Fundin voru þemu
sem gengu gegnum gögnin, ályktanir voru dregnar, söguþráður fundinn og skrifað-
ur útdráttur. Þá voru niðurstöður bornar undir þátttakendur til að fá viðbrögð þeirra
við túlkun og greiningu og niðurstöður síðan endurskrifaðar í samræmi við athuga-
semdir þeirra.
NIÐURSTÖÐUR
Starfshættir
Leikskólakennararnir
Skipulag og umhverfi leikskólanna tveggja er á margan hátt sambærilegt. Deginum
var skipt niður í frjálsan leik eða val inni eða úti, í hópastarf þar sem leikskólakenn-
arinn vann með litlum hópum og í þriðja lagi í daglega rútínu þar sem öll börnin
voru saman, t.d. í hvíld, matartíma og samverustund. I báðum leikskólum tók skipu-
lagt hópastarf minnsta tímann.
Megináherslur í báðum leikskólum voru á umönnun, óbeina kennslu, samskipti,
samvinnu, leik og útivist. Umönnun og uppeldishlutverk leikskólans var leikskóla-
kennurunum ofarlega í huga. Leikskólastjórinn í Brekkukoti sagði t.d.: „Við getum
aldrei horft fram hjá þessum umönnunarþætti. Við erum með svo ung börn og þau
þurfa svo mikið á þessari hlýju og umönnun og öryggi í umhverfinu að halda til þess
að ná að styrkjast og þroskast."
Ekki var mikið um beina kennslu í leikskólunum. í samverustund voru lesnar
sögur, sungið, spjallað, æfðir tölustafir og bókstafir, vikudagar, mánuðir o.m.fl. og í
hópastarfinu voru unnin sameiginleg verkefni sem oft tengdust skapandi starfi. í
hópastarfi í Brekkukoti var einnig lögð áhersla á verkefni um náttúruna.
Óbein kennsla var áberandi í báðum leikskólum. Hér má sjá dæmi úr Sumar-
63