Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 67
JÓHANNA EINARSDÓTTIR
Leikur er stór þáttur í leikskólastarfinu einkum þó í Sumarhúsum. í námskrá leik-
skólans segir að leikur barna sé hin ákjósanlegasta náms- og þroskaleið og mikilvæg-
ur til að efla félags-, mál-, siðgæðis-, vitsmuna-, og tilfinningaþroska. Þar kemur
einnig fram að börnunum sé látinn í té einfaldur efniviður svo sem „fatnaður,
bollastell, dýnur og svampkubbar til að reisa veggi og/eða hús úr, brúður og fleira til
að skapa sinn eigin þykjustuheim."
Börnin í Sumarhúsum leika sér fyrir morgunmat. Þegar val er samkvæmt skipu-
laginu, sem er a.m.k. þrjár klukkustundir á dag, hafa börnin tækifæri til að velja sér
viðfangsefni og leika sér saman. Einnig er útivistin frjáls leikur. Auk þess tíma sem er
frátekinn fyrir leik sá ég börnin mjög oft nota tækifæri til leiks.
Þó að dagskipulagið og megináherslan í báðum leikskólunum væri á umönnun,
óbeina kennslu, samskipti, samvinnu og leik, var nokkur munur á starfsháttum leik-
skólakennaranna og hverjir af þessum þáttum voru í fyrirrúmi. Skipulagið í Brekku-
koti er í fastari skorðum og hinir fullorðnu eru meira leiðandi en í Sumarhúsum.
Skipulagið var unnið sameiginlega af starfsfólki leikskólans og var Jóna háðari föstu
skipulagi en Andrea sem breytti skipulagi eftir því hvernig vindar blésu. Ef barn
lagði t.d. til að þau færu út af því veðrið væri svo gott, gerðu þau það þótt eitthvað
annað hefði verið á skipulaginu. Á sama hátt var hópastarfinu sleppt ef börnin voru
niðursokkin í leik.
Börnin í Sumarhúsum hafa töluvert frjálsræði og þeim er treyst til að leysa vanda-
mál sem upp koma og vera ein síns liðs. í leik- eða valtímum leika þau sér gjarnan
nokkur saman í litlum herbergjum og hafa lokað að sér. Starfsfólkið fylgist með og
lítur til þeirra ef einhver óeðlilegur hávaði er þar og einnig koma börnin fram og fá
aðstoð við ýmislegt þegar þau telja sig þurfa þess með. Eitt sinn voru nokkur börn að
leika sér i hliðarherbergi og börn komu fram og kvörtuðu undan Steini sem var að
trufla. Andrea skarst í leikinn:
„Steinn, þú verður að koma út úr herberginu, þú ert að eyðileggja leikinn.
Þú verður að leika leikinn sem var þarna inni. Unnur er komin fram og
segir að þú sért búinn að skemma leikinn." Steinn kannast ekki við það.
En Andrea segir: „Ef allt fer í vitleysu um leið og þú kemur inn þá mátt þú
ekki vera þarna inni. Þú verður að passa það. Talaðu við krakkana um
þetta." Unnur og Steinn fara bæði inn í herbergið og loka á eftir sér. Eftir
smástund koma Unnur og Elías fram og segja: „Steinn er enn að eyðileggja
leikinn." Andrea svarar: „Talið um það við hann. Ekki vera eins og einhver
klögudýr. Hann lofaði að bæta sig." Þau snúa við og koma ekki fram aftur.
Leikurinn virðist halda áfram.
Jafnframt því sem börnin fá töluvert frelsi bera þau einnig ábyrgð. Eitt sinn fann
Andrea plastrisaeðlur i fataklefanum, sem tveir strákar höfðu verið að leika sér með.
Hún tekur þá tali og segir:
65