Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 89
VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR OG SIF EINARSDÓTTIR
námi. Kennurum var skipt í þrjá flokka og þeir tengdir skrefum í umræðu um einelti.
Fyrst er minnst á einelti í aðalnámskrá árið 1989 en í aðalnámskrá frá 1999 er umræða
um einelti og hlutverk kennara orðin mun meiri og skýrari. Um 11% þeirra sem út-
skrifuðust fram að árinu 1988 sögðust hafa fengið fræðslu um einelti í kennaranámi
sínu en 49,3% þeirra sem útskrifuðust á árunum 1989 til 1998 og 55,1% þeirra sem út-
skrifuðust á árunum 1999 til 2003. Munurinn reyndist vera tölfræðilega marktækur
(X2(4,N=397) = 83,281, p < 0,05).
í töflu 1 undir liðnum fræðsla má sjá mat kennara á gæðum þeirrar fræðslu sem
þeir fengu í kennaranámi. Nærri helmingi kennaranna fannst fræðslan hvorki hafa
verið góð né léleg. Um fimmtungi kennaranna fannst hún hafa búið þá fremur eða
mjög illa undir að taka á einelti og rúmur helmingur taldi að fræðslan hefði hvorki
búið þá vel né illa undir það. Nærri allir eða 93% (+/-3,8) af þeim kennurum sem
fengu fræðslu um einelti í kennaranámi sínu vildu fá meiri fræðslu.
Mynd 1
Hvernig þjólfun og fræðslu hefðir þú viljað fá? (n = 140)
Til að kanna hvað kennarar töldu að vantaði í þá fræðslu sem þeir höfðu fengið um
einelti var spurt hvernig fræðslu þeir hefðu viljað fá. Mynd 1 sýnir hvernig þjálfun
og fræðslu kennararnir hefðu viljað fá í námi. Svarmöguleikar voru átta og leyfilegt
var að nefna fleiri en eitt atriði. Vikmörk svara, miðuð við 95% öryggismörk, eru
táknuð með láréttu línunni sem gengur í gegnum efsta hluta súlnanna. Á myndinni
má sjá að flestir hefðu viljað fá þjálfun og fræðslu um viðbrögð við einelti, nærri
þriðjungur nefndi viðtalstækni og að halda uppi góðum aga í bekk og um helming-
ur nefndi atriði er varða samskipti við foreldra og eineltisáætlanir, fæstir nefndu leið-
togaþjálfun. í svörum kennaranna kemur fram að þeim finnst ekki nægja að fá beina
fræðslu heldur þurfi færni á mörgum sviðum til að geta tekist á við einelti. í niður-
87