Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 107

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 107
HRÖNN PÁLMADÓTTIR gefa niðurstöður til kynna hvernig íhlutun kennara var og viðhorf til erfiðleika drengjanna ásamt sýn á eigið hlutverk. Hér á eftir verður gerð grein fyrir dæmum við tvennar leikaðstæður og í tveimur hópstundum. Einnig verður fjallað um helstu nið- urstöður úr viðtölum sem tekin voru við starfsfólk deildanna. Dæmi úr frjálsum leik 1. Leikur með föt og skart Leikurinn fór fram að morgni á heimilissvæði að loknu vali og stóð yfir í 30 mínútur. Heimilissvæðið er við gluggavegg innst í aðalherbergi deildarinnar og var stór pappakassi í einu horninu og átti að gera úr honum hús. Svæðið afmarkast frá kubba- krók með eldhúsinnréttingu í hæð barnanna. Þar var ýmislegt leikefni sem ætlað er til hlutverkaleiks og velja börnin í sameiningu hvaða leikefni á að leika sér með í hvert skipti. Börnin sem völdu að leika sér með föt og skart voru Einar sem athyglin beinist að, Halla og Katrín, öll fjögurra ára, og Siggi, fimm ára. Einnig kom við sögu Óli, fjög- urra ára drengur sem valið hafði að leika sér í kubbakróknum en hann hafði mikinn áhuga á því sem gerðist á heimilissvæðinu. Tveir starfsmenn hjálpuðu börnunum í fatnaðinn, Einar klæddi sig í pils og hálsfesti var hengd um hálsinn á honum, Halla íklæddist gullkjól, Katrín setti upp hringa og fór í kjól. Siggi fékk aðstoð við að setja upp eyrnalokka og íklæddist röndóttu vesti. Mikil kátína ríkti meðal barna og full- orðinna og fannst börnunum mikið til alls gullsins koma. Að svo búnu drógu kenn- arar sig út úr heimilissvæði og voru í hinum enda stofunnar og aðstoðuðu börn við borðleiki. í góða stund dáðust börnin að djásninu og deildu því á milli sín. í eftirfarandi dæmum sem eru ríkjandi fyrir boðskiptin í leiknum kemur fram hvernig Einar vekur athygli leikfélaganna á sér og hvernig viðbrögð þeirra eru. Enn- fremur dæmi um íhlutun kennarans. Stuðningur leikfélaga Einar notar mikið óyrt skilaboð, svipbrigði og hljóð til að tjá óskir sínar. Hann reynir að losa sig við hálsfesti, lítur til starfsmanna og gefur frá sér óánægjuhljóð. Hann hefur yfir að ráða einföldum setningum til að gefa til kynna leik og segir „okkar var" við Höllu og Katrínu sem ekki bregðast strax við og býr hann til hátt sírenuhljóð í framhaldi af því. Einar bregst jákvætt við leikhugmyndum annarra og þegar Óli segir: „Einar var þinn ekki kóngur" svarar Einar að bragði „okkar var kóngur"og beinir því að stúlkunum. Leikfélagar Einars sýna mikla leikni við að aðstoða hann í leiknum. Siggi og Katrín reyndu bæði að hjálpa honum með hálsfestina í byrjun án árangurs, Siggi reyndi að losa hana en Katrín kallaði til kennara sem heyrðu það ekki. Lausn ágreinings Þá árekstra sem upp koma leysa börnin sjálf og eiga Óli og Siggi sinn þátt í því. Einar á í nokkrum erfiðleikum með að láta að stjórn í leik og þegar kastaðist í kekki milli Einars og stúlknanna kemur Siggi með bandspotta og dregur hann eftir gólfinu fram fyrir Höllu sem eltir bandið sem hundur. Drengirnir vaka yfir því hvert athygli 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.