Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 130
HUGMYNDiR UM FLUTNING MENNTUNAR ...
fyrr en 1969, en það ár var stofnuð tveggja ára framhaldsdeild sem rekin var innan
gagnfræðaskólanna og var markmiðið m.a. að taka við nemendum sem annars sæktu
í kennaranám og menntaskólana (Sigríður Valgeirsdóttir, 1987). Hinn 4. júlí 1969
skipaði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra nefnd sem átti að endurskoða lögin
um Kennaraskóla íslands og skyldi nefndin skila tillögum innan árs (Alþingistíðindi
A2, 1970, bls. 1189). Sama ár skipaði hann einnig nefnd sem átti að koma með tillög-
ur um endurskipulagningu skyldunámsstigsins og aðra nefnd sem skyldi semja nýtt
námsefni í öllum greinum (Gunnar Finnbogason, 1995).
FRÆÐILEG NÁLGUN
Viðfangsefni rannsóknarinnar byggist á fagvæðingarhugtakinu sem er leitt af hug-
takinu/ögsfeff (e. profession). Conze og Kocka (1985) skilgreina og aðgerðabinda hug-
takið fagstétt. Þau leggja áherslu á að fagstétt sé stétt sem er í fullu starfi sem krefst
sérhæfðrar fræðilegrar þekkingar sem oft er aflað innan háskóla. Fagstéttir hafa til-
hneigingu til að krefjast sjálfræðis og lögverndunar á starfi sínu. Fagstéttir semja
eigin siðareglur og njóta oft sérstakrar virðingarstöðu og efnislegra gæða sem er rétt-
lætt með samfélagslegu mikilvægi starfa þeirra.
Hugtakið fagvæðitig (e. professionalization) vísar til ferlisins þegar starfsstétt verð-
ur fagstétt. Hér er átt við að starfsstétt sýnir smám saman æ fleiri einkenni fagstéttar
(Barber, 1963; Johnson, 1972; Wilensky, 1964). Fræðimenn eru þó ekki sammála um
hvort fræðilegt nám þurfi að eiga sér stað í háskóla. Vissulega hefur námsbrautum
ýmissa starfsstétta fjölgað innan háskóla; það er þó ekki algilt og því varasamt að líta
á háskólanám sem einkenni fagstétta (Beckman, 1990; Torstendahl, 1994). Fræðimenn
eru þó nokkuð einhuga um að fræðilegt nám sé byggt á vísindalegri þekkingu en
slíkt nám einkennir fagstéttir (Barber, 1963; Kennedy, 1990; Parson, 1968; Torstendahl,
1994; Turner og Hodge, 1970). Tom og Valli (1990) halda því fram að fagþekking
kennara byggi á vísindalegum rannsóknum á kennslu. Torstendahl (1990) notar hug-
takið sértæk fræðileg þekking (e. abstract special knowledge) í stað fagþekkingar og er
það hugtak notað hér. í rannsókn minni eru einungis kannaðir tveir þættir fag-
mennsku, sérhæfð fræðileg þekking og fræðilegt nám (Burrage, Jarausch og Siegrist,
1990).
Fræðileg nálgun er byggð á þremur meginstoðum. í fyrsta lagi er stuðst við hags-
munahópanálgun (e. actor based framework) félagsfræðinganna Burrage, Jarausch og
Siegrist (1990). í öðru lagi er timanálgun (e. temporal approach) Torstendahls (1990,
bls. 56) notuð og í þriðja lagi er stuðst við kenningar í menntunarfræði frá sjöunda
áratugnum. Þessir þættir eru settir fram í mynd 1.
128