Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 137
GYÐA JÓHANNSDÓTTIR
lögðu áherslu á að frumvarpið þyrfti að vinna betur, flutningurinn væri ekki tíma-
bær.
Flutningur menntunar barnakennara á háskólastig fól ekki í sér fagvæðingu
barnakennara og breytti engu fyrir þá. Þeir fengu ekki aukin starfsréttindi og voru
með sömu laun og fyrir flutning þar sem þeir höfðu nýverið gert samning við ríkið
(Alþingistíðindi B2,1970, bls. 1383-1384). Menntun þeirra var áfram í gamla skólan-
um þeirra sem nú var orðinn háskóli.
Lögin um Kennaraháskóla íslands frá 1971 kváðu hins vegar á um fagvæðingu
þeirra sem menntuðu kennaranema. Þeir fengu eftirsóknarverð réttindi háskóla-
kennara svo sem háskólatitla; prófessor, dósent, lektor og aðjunkt (Lög um Kennara-
háskóla íslands, 1971). Prófessorar áttu að stunda rannsóknir; dósentar og aðrir kenn-
arar áttu einnig „að sinna vísindastörfum eftir því sem rétt þykir og við verður kom-
ið" (Alþingistíðindi A2,1970, bls. 1194). Þessar niðurstöður eru í samræmi við niður-
stöður margra fræðimanna. David Labaree (1992) hélt því fram að fagvæðing kenn-
ara kennaranema væri forsenda fagvæðingar barnakennara. Aðrir fræðimenn hafa
komist að svipaðri niðurstöðu (Ingólfur Á. Jóhannesson, 1993; Kivinen og Rinne,
1994, 1996; Sigurjón Mýrdal, 1996; Simola, Kivinen og Rinne, 1997).
Fagvæðingin náði ekki eingöngu til þeirra sem menntuðu kennaranema heldur
náði hún einnig til Kennaraskólans sem stofnunar. Hann varð háskóli og öðlaðist eft-
irsóknarverð einkenni háskóla svo sem háskólatitla og að áhersla skyldi lögð á rann-
sóknir. Lögin frá 1971 kváðu einnig á um stofnun rannsóknarstofnunar innan Kenn-
araháskóla íslands sem yrði starfrækt sameiginlega af Kennaraháskólanum og Há-
skóla íslands. Fagvæðing Kennaraskólans olli miklum ágreiningi meðal alþingis-
manna sem stórefðuðust um að jafn lítið land og ísland þyrfti tvo háskóla. Vikið verð-
ur að því síðar.
Röksemdafærsla ólíkra hagsmunahópa
Eins og áður er sagt eru umræðurnar meðal annars flokkaðar samkvæmt tímanálgun
Torstendahls, þ.e.a.s. reynt var að kanna vægi eðlislægu víddarinnar og stjórnlistar-
víddarinnar. Tafla 1 sýnir niðurstöður þessarar flokkunar. Það skal skýrt tekið fram
að tafla 1 er einungis sett fram sem samantekt og til glöggvunar, greiningin er á engan
hátt tölfræðilega unnin.
Tafla 1
Yfirlit yfir dreifingu röksemda samkvæmt tímanálguninni
Eðlislæga víddin Stjórnlistarvíddin Kerfisvíddin
Sérfræðileg rök = 9 Úitilokun = 8 Kerfisrök = 13
Óljós sérfræðileg rök = 3 Yfirtökuaðferð = 18
Samtals 9+3 óljós Samtals 26 Samtals 13
Óljós sérfræðileg rök vísa til röksemda sem voru mjög óljós og erfitt að flokka.
135