Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 137

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 137
GYÐA JÓHANNSDÓTTIR lögðu áherslu á að frumvarpið þyrfti að vinna betur, flutningurinn væri ekki tíma- bær. Flutningur menntunar barnakennara á háskólastig fól ekki í sér fagvæðingu barnakennara og breytti engu fyrir þá. Þeir fengu ekki aukin starfsréttindi og voru með sömu laun og fyrir flutning þar sem þeir höfðu nýverið gert samning við ríkið (Alþingistíðindi B2,1970, bls. 1383-1384). Menntun þeirra var áfram í gamla skólan- um þeirra sem nú var orðinn háskóli. Lögin um Kennaraháskóla íslands frá 1971 kváðu hins vegar á um fagvæðingu þeirra sem menntuðu kennaranema. Þeir fengu eftirsóknarverð réttindi háskóla- kennara svo sem háskólatitla; prófessor, dósent, lektor og aðjunkt (Lög um Kennara- háskóla íslands, 1971). Prófessorar áttu að stunda rannsóknir; dósentar og aðrir kenn- arar áttu einnig „að sinna vísindastörfum eftir því sem rétt þykir og við verður kom- ið" (Alþingistíðindi A2,1970, bls. 1194). Þessar niðurstöður eru í samræmi við niður- stöður margra fræðimanna. David Labaree (1992) hélt því fram að fagvæðing kenn- ara kennaranema væri forsenda fagvæðingar barnakennara. Aðrir fræðimenn hafa komist að svipaðri niðurstöðu (Ingólfur Á. Jóhannesson, 1993; Kivinen og Rinne, 1994, 1996; Sigurjón Mýrdal, 1996; Simola, Kivinen og Rinne, 1997). Fagvæðingin náði ekki eingöngu til þeirra sem menntuðu kennaranema heldur náði hún einnig til Kennaraskólans sem stofnunar. Hann varð háskóli og öðlaðist eft- irsóknarverð einkenni háskóla svo sem háskólatitla og að áhersla skyldi lögð á rann- sóknir. Lögin frá 1971 kváðu einnig á um stofnun rannsóknarstofnunar innan Kenn- araháskóla íslands sem yrði starfrækt sameiginlega af Kennaraháskólanum og Há- skóla íslands. Fagvæðing Kennaraskólans olli miklum ágreiningi meðal alþingis- manna sem stórefðuðust um að jafn lítið land og ísland þyrfti tvo háskóla. Vikið verð- ur að því síðar. Röksemdafærsla ólíkra hagsmunahópa Eins og áður er sagt eru umræðurnar meðal annars flokkaðar samkvæmt tímanálgun Torstendahls, þ.e.a.s. reynt var að kanna vægi eðlislægu víddarinnar og stjórnlistar- víddarinnar. Tafla 1 sýnir niðurstöður þessarar flokkunar. Það skal skýrt tekið fram að tafla 1 er einungis sett fram sem samantekt og til glöggvunar, greiningin er á engan hátt tölfræðilega unnin. Tafla 1 Yfirlit yfir dreifingu röksemda samkvæmt tímanálguninni Eðlislæga víddin Stjórnlistarvíddin Kerfisvíddin Sérfræðileg rök = 9 Úitilokun = 8 Kerfisrök = 13 Óljós sérfræðileg rök = 3 Yfirtökuaðferð = 18 Samtals 9+3 óljós Samtals 26 Samtals 13 Óljós sérfræðileg rök vísa til röksemda sem voru mjög óljós og erfitt að flokka. 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.