Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 141
GYÐA JÓHANNSDÓTTIR
Menntamálaráðherra notaði öngþveitið í Kennaraskólanum meðvitað sem rök til
þess að hraða afgreiðslu frumvarpsins á Alþingi:
Ég undirstrika ósk mína ... og ríkisstjórnarinnar um það að frumvarpið fái
sem skjótasta meðferð í hv. menntamn. og það verði afgreitt á þessu þingi
... Að öðrum kosti mun verða um að ræða öngþveiti, framlengingu á
ástandi, sem varað hefur lengur en ég og aðrir þeir sem eru áhugsamir um
málefni Kennaraskólans og kennaramenntunarinnar, hefðu viljað, að hefði
varað. (Gylfi Þ. Gíslason, Alþingistíðindi B2, 1970, bls. 1379)
Þessi tilvitnun er dæmi um það hvernig menntamálaráðherra reyndi að hraða af-
greiðslu frumvarpsins og rökin voru þau að það þyrfti að leysa mál Kennaraskólans
svo öngþveitið héldi ekki áfram. Þetta öngþveiti og hraðinn á afgreiðslu frumvarps-
ins eru hvort um sig dæmi um kerfisrök þar sem talað er um atriði sem tengjast kerf-
inu og þarf að kippa í liðinn. Margir alþingismenn gagnrýndu þennan hraða á
afgreiðslu frumvarpsins og endurtóku margsinnis að það þyrfti að vinna það betur.
Það er athyglivert að kerfisrök voru einungis notuð af fulltrúum ríkisins, þ.e. mennta-
málaráðherra og alþingismönnum.
Þessi vídd er ekki í samræmi við hugmyndir Torstendahls um tímanálgunina.
Ástæðan fyrir því getur verið sú að Torstendahl (1990) er fyrst og fremst að leggja
tímanálgunina fram sem mögulega og gagnlega leið til þess að kanna fagvæðingu
starfsstétta í ólíkum þjóðfélögum á mismunandi tímabilum sögunnar; þessi tímabil
gátu verið ólíkar aldir. Nálgun Torstendahls er því ætluð mun flóknari og umfangs-
meiri fyrirbærum en viðfangsefni þessarar rannsóknar er; þ.e. hér er einungis kannað
fagvæðingarferli barnakennara í 16 ár. Önnur ástæða getur verið sú að í þessari rann-
sókn er hagsmunahópanálgun bætt við tímanálgunina. Þetta er gert til þess að hægt
sé að kanna og greina samskipti svo og meginhagsmuni fjögurra hópa. Líklegt er að
það að bæta hagsmunahópum við tímanálgunina verði til þess að röksemdir verði
fjölbreyttari og kalli á fleiri gerðir af þeim. Það var einungis ríkisvaldið sem notaði
kerfisrök. Þessi samþætting fræðilegra nálgana er eitt af helstu nýmælum þessarar
rannsóknar.
Flutningur menntunar barnakennara ó háskólastig og
þróun menntakerfisins
Niðurstöður sýndu að flutningurinn féll að þróun menntakerfisins á gagnfræða-,
mennta- og sérskólastigi, en rauf þróunina á háskólastigi. Ráðamenn voru að finna
lausnir til þess að bregðast við aukinni spurn eftir námi að loknu gagnfræðaprófi. Til-
koma tveggja ára framhaldsdeilda gagnfræðaskóla (1969) var dæmi um það. Þessar
brautir beindu nemendum sem í raun voru með ónógan undirbúning fyrir kennara-
nám inn á aðrar brautir. Kennaranám stúdenta var lengt í tvö ár árið 1969 svo lenging
kennaranáms í þrjú ár var í raun aðeins eitt ár og ekki sérlega stórt stökk. Ráðamenn
voru í raun að lögfesta breytingar sem þegar höfðu átt sér stað. Þessar breytingar
voru einnig í samræmi við það sem var að gerast í nágrannalöndunum.
139