Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 153
ANNA ÓLAFSDÓTTIR
• að þróun á sviði upplýsinga- og samskiptatækni í Háskólanum á Akureyri væri
í takt við opinbera stefnumótun menntamálayfirvalda, þar sem lögð er áhersla
á fjölbreytta náms- og kennsluhætti og breytt hlutverk kennara þar sem þeir
gegni í ríkari mæli en áður hlutverki leiðbeinenda og ráðgjafa í þekkingarleit
nemenda.
• að þróun í notkun upplýsinga- og samskiptatækni væri í takt við þá nýju fræða-
sýn á nám og kennslu á háskólastigi sem þróast hefur þar sem áhersla er lögð á
nemendamiðað nám, merkingarbæra uppbyggingu þekkingar og leiðsagnar-
miðaðar aðferðir í kennslu.1
AÐFERÐ
Reynt var að fá sem heildstæðasta mynd af viðfangsefni matsins með því að kanna
þátt upplýsinga- og samskiptatækni í þróun stofnunarinnar og námi og kennslu út
frá ólíkum sjónarhornum. Notaðar voru megindlegar aðferðir í formi spurningalista-
könnunar og einnig eigindlegar aðferðir, þ.e. einstaklingsviðtöl og rýnihópaviðtöl.
Gagnasöfnun stóð yfir í rúmlega eitt ár, frá mars 2002 til júní 2003.
Þátttakendur í spurningalistakönnun voru allir nemendur og kennarar sem skráð-
ir voru með netföng í upplýsingakerfi skólans. Markmið könnunarinnar var að kort-
leggja sem best í hve miklum mæli og á hvern hátt upplýsinga- og samskiptatækni
væri nýtt í námi og kennslu. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að könnunin var
lögð samtímis fyrir nemendur og kennara í þremur háskólum, en auk Háskólans á
Akureyri tóku þátt Háskólinn í Reykjavík og Kennaraháskóli fslands. Var könnunin
hluti af rannsóknum á háskólastigi í NámUST verkefninu. Greinarhöfundur og
Ásrún Matthíasdóttir sáu um hönnun spurningalista og höfðu umsjón með fram-
kvæmd og úrvinnslu gagna. Gefnar hafa verið út skýrslur þar sem greint er frá niður-
stöðum þessara kannana (Anna Ólafsdóttir og Ásrún Matthíasdóttir, 2004a, 2004b).
Til að fá sem gleggsta mynd af þætti upplýsinga- og samskiptatækni í námi fjar-
nema voru upplýsingar, sem aflað hafði verið með einstaklings- og rýnihópavið-
tölum í vettvangsferðum rannsakanda á nokkra fjarkennslustaði Háskólans á Akur-
eyri vorið 2002, notaðar sem gögn við matið. Alls tóku 74 fjarnemar þátt í þessum
viðtölum.
Til að afla gagna bæði um almenna þætti er varða háskólann sem stofnun og þætti
tengda þróun upplýsinga- og samskiptatækni voru tekin viðtöl við stjórnendur
skólans. Viðmælendur voru tíu og fóru viðtölin fram í júní 2003. Viðtölin voru með
hálfopnu sniði en með því gafst viðmælendum ákveðinn sveigjanleiki bæði hvað
varðar röðun spurninga og hægt var að bæta inn spurningum og upplýsingum (sbr.
Hitchcock og Hughes, 1995).
Margvíslegra upplýsinga var aflað úr skráðum heimildum, s.s. kennsluskrám, ár-
bókum og skýrslum. Einnig er rétt að geta þess að starf rannsakanda sem stjórnanda
3 Þessi samantekt viðmiða er sett fram með sama hætti og gert var í M.Ed verkefni höfundar (sjá
Anna Ólafsdóttir, 2003).
151