Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Blaðsíða 160
MAT Á NOTKUN UPPLÝSINGA- OG SAMSKIPTATÆKNI ...
nýttu upplýsingatækni í námsefnisgerð og námsefnisvali. Eins og áður hefur komið
fram í niðurstöðunum voru glærur langmest nýttar sem námsefni. Notkun á öðrum
miðlum var mun minni. Það sem næst kom var lesefni á vefsíðum. I Ijós kom að
meira en helmingur nýtti aldrei rafræn tímarit sem námsefni og 65% notaði krækju-
söfn sjaldan eða aldrei.
Námsmatsaðferðir voru kannaðar og reynt eins og áður að kanna hversu háan sess
námsmatsaðferðir sem byggja á notkun upplýsingatækni skipuðu. Þar er átt við að-
ferðir eins og umræður á vef, vefpróf, vefsíður frá nemendum, myndbandsupptökur
og glærukynningar nemenda. í ljós kom að um fjórðungur kennara nýtti glærusýn-
ingar nemenda alltaf eða stundum sem aðferð við námsmat en aðrar aðferðir af þeim
sem að framan eru taldar voru hverfandi lítið nýttar. Aðferðir sem kalla má hefð-
bundnar og krefjast ekki notkunar upplýsingatækni, þó að þær geti falið í sér notkun
hennar, voru afgerandi mest nýttar við námsmat. Er þar t.d. átt við skrifleg próf og
ritgerðir.
Viðhorf fjarnema til fjarnóms í fjarkennsluverum
Ymsar upplýsingar fengust í einstaklings- og rýnihópaviðtölum við fjarnema um við-
horf þeirra til þess fyrirkomulags fjarnámsins að kennsla fari fram í fjarkennsluver-
um og myndaðir séu nemendahópar á fjarkennslustöðum. Eins og glöggt má sjá á
orðum þeirra er almenn ánægja með þetta fyrirkomulag:
Ef ég væri bara ein í þessu námi og þá hér [í fjarkennsluverinuj, þá er ég
ekki viss um að ég væri ennþá í þessu námi. Á meðan einn er í einhverri
lægð þá er annar á einhverjum toppi og dregur hina upp með sér.
Ég held það líka sko fyrir mitt leyti að fá þetta svona beintengt [um mynd-
fundabúnað] ég er á því að ég sé mikið samviskusamari heldur en ef ég
ætti að sitja heima og vera við tölvu.ég þarf að mæta í tíma til þess að
fá upplýsingarnar og þá mæti ég í tímana sko, já mér finnst það, og líka,
eins og maður segir svo oft, akademískara að vera hópur og sitja saman í
tímum.
Best finnst mér ef við getum setið hérna [í fjarkennsluverinu] til 3 eða 4 á
daginn eins og við gerum stundum, því ef við förum heim þá er ekki séns
að maður setjist aftur niður til þess að læra.
Við erum í rauninni orðin eins og ein fjölskylda. Eins og hann [samnem-
andi á öðrum fjarkennslustað], hann er í þessum hóp. Við höfum aldrei séð
hann nema í fjarfundabúnaðinum.
Fjarnemar lögðu áherslu á hversu mikilvægt það væri að hitta samnemendur og
líkaði vel að geta átt samskipti bæði við samnemendur á öðrum fjarkennslustöðum
og við kennara í gegnum myndfundabúnað. Fram kom að fjarnemar töldu það hafa
158