Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 171
GUNNAR E. FINNBOGASON
Maður sér ekki vel nema með hjartanu.
Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum ...
Það er tíminn sem þú hefir varið í rósina þína
sem gerir rósina svona mikils virði.
... sagði refurinn við Litla prinsinn.
(Antoine de Saint-Exupéry)
Með gildum skal land byggja -
gildagrunnur skólans
íþessari grein verður skoðað á hvaða gildum íslenskt skólastarf grundvallast og hver sé þátt-
ur og hlutverk gilda í skólastarfinu. Leitast verður við að svara spurningum eins og Iwað sé
átt við þegar talað er um gildi og hvernig þau hafa áhrifog móta skólastarfið. Skoðað verður
hvaðan þessi gildi koma, hverjar séu rætur þeirra. Auk þessa verður kannað hver gildagrunn-
ur skólans er og hann skoðaður nánar í Ijósi námskrár og samfélagsþróunar. íþessu sambandi
verða aðalnámskrár grunnskóla, almennur hluti,frá árunum 1976,1989 og 1999 sérstaklega
skoðaðar. Reynt verður að skýra nánar hvers vegna umræða um gildi og gildagrunn er nú svo
mikilvæg í íslensku samfélagi. Til samanburðar verður umræðan á íslandi borin saman við
umræðu um sama efni ísænsku samfélagi. Ef niðurstöður eru dregnar saman má segja að lít-
ið sé rætt í Aðalnámskráfyrir grunnskóla, almennum hluta (1999), um hlutverk gilda og við-
miða í skólastarfinu. Mikilvægt er að skilgreina þessi hugtök og skýra betur hvernig þau eigi
síðan að móta skólastarfið. Tengslin milli gilda, markmiða og sjálfs skólastarfsins eru ekki aug-
Ijós og mikilvægt er að varpa skýrara Ijósi á þessi tengsl svo skólastarfið verði árangursríkara
og heildstæðara. í áðurnefiidri námskrá er lítið sem ekkert rætt um þann vanda sem hugsan-
legafelst í þvíað hafa sameiginlegan gildagrunn ífjölmenningarlegu samfélagi.
INNGANGUR
í Aðalnámskrá fyrir grunnskóla, almennum hluta, frá árinu 1999 segir að almenn
menntun sé ein af meginstoðum lýðræðis og að hún sé einnig undirstaða menningar
og almennrar velferðar. Menntun allra er því ein af meginstoðum samfélagsins.
Menntun fyrir alla er i raun gildagrundvöllur skólans. Það merkir að allir eiga rétt á
menntun án tillits til kyns, fjárhags eða búsetu. Með skólalöggjöfinni 1974 var mótuð
sú stefna að skólinn skyldi vera samfelldur fyrir alla, þ.e.a.s. allir skyldu fá sömu
169