Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Qupperneq 175
GUNNAR E. FINNBOGASON
- Á mismunandi svæðum í heiminum er að finna sömu gildin, að vísu í mismun-
andi mæli.
- Gildi eru skipulögð í gildakerfi.
- Grunnur mannlegra gilda á rætur í menningunni, samfélaginu, stofnunum og
persónuleika hvers og eins.
- Atferli einstaklinga stjórnast af þeim gildum og viðmiðum sem þeir aðhyllast.
Gildi tengjast spurningunni um hið góða líf. Þau snúast um val á áherslum í lífinu og
hafa áhrif á hegðun okkar. Þau tengjast persónulegri trú, hugsjónum, lífsstíl og
smekk einstaklingsins (Lövlie, 1996). Gildagrundvöllur hvers og eins mótast af þeirri
menningu sem viðkomandi lifir og hrærist í. í uppeldinu mótast einstaklingurinn og
hann tileinkar sér þau gildi sem hann elst upp við. Síðar þegar hann þroskast og
verður sjálfstæður er þessi gildagrunnur tekinn til endurskoðunar, ýmsu hafnað og
annað metið mikilvægt að hafa með sem veganesti út í lífið (Varming og Zöllner,
2002).
Gjarnan er gerður greinarmunur á gildum sem tengjast markmiöum lífsins hjá ein-
staklingum (terminala várden) og gildum með áherslu á notagildi (instrumentella
várden) (Orlenius, 2001, bls. 16). Gildi mótast af mati okkar og forgangsröðun varð-
andi það sem talið er eftirsóknarvert. Fyrri flokkurinn tengist því sem við teljum hafa
gildi í sjálfu sér en hin síðari þeim leiðum sem við förum til að ná settu marki.
Rokeach (1973, bls. 4) telur eftirfarandi þætti tilheyra þessum fyrra flokki gilda: Að ná
árangri, fagurfræðileg gildi, þægilegt líf ánægjulegt lif, spennandi lif, friður í heiminum,
frelsi, innra jafnvægi, kærleikur, jafnrétti, hamingja, þjóðaröryggi, sjálfsvirðing, felagsleg við-
urkenning, öryggi ifjölskyldunni, vinátta og viska.
Gildi sem metin eru út frá notagildi eru oft meðul til að ná settu marki eða þau
gildi sem endurspeglast í atferli einstaklingsins. Peningar eru venjulega metnir út frá
notagildi en geta hjá sumum einstaklingum orðið markmið til að keppa að. Mörkin á
milli þessara flokka eru oft óljós (Varming og Zöllner, 2002). Rokeach (1973, bls. 4)
telur upp þætti sem tilheyra þessum síðari flokki gilda og þau eru: Ábyrgð, vera dug-
legur, geta elskað, fordómaleysi, vera glaður, vera hjálplegur, kurteisi, skynsemi, rökfesta, lög-
hlýðni, hugrekki, uppfinningasemi, að vera skipulagður, geta fyrirgefið, sjálfstjórn, sjálfstæði
og heiðarleiki.
Ef síðari upptalningin er borin saman við upptalningu á dygðum4 í Aðalnámskrá
grunnskóla, almenna hlutanum (1999), þá er margt sameiginlegt. Persónulegir eigin-
leikar eða dygðir eru mikilvægar til að ná settu marki í skólastarfi.
Þessum síðari flokki gilda (instrumentella varden) má einnig skipta í persónuleg
og félagsleg gildi. Gildi endurspeglast ekki eingöngu í markmiðum einstaklings og
hegðun hans heldur einnig í atferli hópa (Varming og Zöllner, 2002). Rokeach (1973,
bls. 7) nefnir sjö svið þar sem gildi hafa áhrif á athafnir okkar:
1. Þau hjálpa okkur að taka afstöðu ifélagslegum vanda.
4 í þessu sambandi er dygð notað yfir siðferðilega kosti fólks, þá eiginleika sem taldir eru siðferði-
lega lofsverðir.
173