Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 189

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 189
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Breytt námsskipan og aukin samfella í skólakerfinu Markmiðin með breyttu skipulagi náms til stúdentsprófs eru margþætt. Breytingin mun gera íslenskum ungmennum kleift að ljúka stúdentsnámi á sama tíma og jafn- aldrar þeirra í nágrannaríkjunum, án þess að slakað sé á námskröfum. Þar með geta nemendur hafið og lokið námi á háskólastigi fyrr en það gefur þeim aukið svigrúm til sérnáms eða þátttöku í atvinnulífi. í umræðum um menntamál og æskilega skipan þeirra undanfarin ár hefur stytt- ing námstíma til stúdentsprófs oft verið rædd. Nefnd um mótun menntastefnu sem í voru fulltrúar fræðsluyfirvalda, grunnskóla, framhaldsskóla, sveitarstjórna og at- vinnulífs, lagði m.a. til í skýrslu sinni sem út kom árið 1994 að námstíminn yrði stytt- ur. Helstu rökin fyrir því að námstíminn var ekki styttur í kjölfar tillögunnar voru að kennslustundir á ári væru færri hér á landi en í nágrannalöndunum. Stefnumótunarnefnd vegna endurskoðunar aðalnámskráa grunn- og framhalds- skóla var skipuð fulltrúum allra þingflokka árið 1997 og hafði það hlutverk að vera menntamálaráðherra til ráðgjafar um námskrárstefnu og taka afstöðu til námskrár- tengdra álitamála. Nefndin var spurð hvort fækka ætti námsárum til stúdentsprófs. Svarið var: Lagt er til að námsárum til stúdentsprófs verði fækkað um eitt. Jafnframt er nauðsynlegt að lenging skólatíma í grunnskóla sé komin að fullu til framkvæmda og reynsla komin á nýja aðalnámskrá. Mikilvægt er að sam- fella sé í námi frá grunnskóla yfir á framhaldsskólastig. Undanfarinn áratug hefur kennslutími í grunn- og framhaldsskóla lengst umtalsvert. í kjölfar lengingar skólaársins, fjölgunar vikulegra kennslustunda og einsetningar hefur grunnskólinn í raun lengst um tvö ár frá árinu 1994 og skólaár framhaldsskól- ans um 3 vikur frá árinu 1996. Þar með opnast sá möguleiki að breyta námsskipan í skólakerfinu og stytta þann tíma í árum talið frá því að grunnskóli hefst þar til námi í framhaldsskóla lýkur. Allt frá því að ég tók við embætti menntamálaráðherra hef ég lagt áherslu á mikil- vægi þess að líta á skólagönguna sem eina samfellu, allt frá leikskóla til loka fram- haldsskóla. Með þeirri breyttu námsskipan sem nú hafa verið lögð drög að er ekki einblínt á styttingu námstímans heldur stefnt að því að efla og bæta það starf sem fram fer í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Lögð verður enn ríkari áhersla á þau mark- mið og vinnubrögð sem tiltekin eru í núgildandi aðalnámskrám og styðja fræðslu- og uppeldishlutverk skólastiganna. Jafnframt hefur verið haft að leiðarljósi að ekki megi draga um of úr þeim sveigjan- 187
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.