Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 189
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR
Breytt námsskipan og aukin samfella
í skólakerfinu
Markmiðin með breyttu skipulagi náms til stúdentsprófs eru margþætt. Breytingin
mun gera íslenskum ungmennum kleift að ljúka stúdentsnámi á sama tíma og jafn-
aldrar þeirra í nágrannaríkjunum, án þess að slakað sé á námskröfum. Þar með geta
nemendur hafið og lokið námi á háskólastigi fyrr en það gefur þeim aukið svigrúm
til sérnáms eða þátttöku í atvinnulífi.
í umræðum um menntamál og æskilega skipan þeirra undanfarin ár hefur stytt-
ing námstíma til stúdentsprófs oft verið rædd. Nefnd um mótun menntastefnu sem í
voru fulltrúar fræðsluyfirvalda, grunnskóla, framhaldsskóla, sveitarstjórna og at-
vinnulífs, lagði m.a. til í skýrslu sinni sem út kom árið 1994 að námstíminn yrði stytt-
ur. Helstu rökin fyrir því að námstíminn var ekki styttur í kjölfar tillögunnar voru að
kennslustundir á ári væru færri hér á landi en í nágrannalöndunum.
Stefnumótunarnefnd vegna endurskoðunar aðalnámskráa grunn- og framhalds-
skóla var skipuð fulltrúum allra þingflokka árið 1997 og hafði það hlutverk að vera
menntamálaráðherra til ráðgjafar um námskrárstefnu og taka afstöðu til námskrár-
tengdra álitamála. Nefndin var spurð hvort fækka ætti námsárum til stúdentsprófs.
Svarið var:
Lagt er til að námsárum til stúdentsprófs verði fækkað um eitt. Jafnframt
er nauðsynlegt að lenging skólatíma í grunnskóla sé komin að fullu til
framkvæmda og reynsla komin á nýja aðalnámskrá. Mikilvægt er að sam-
fella sé í námi frá grunnskóla yfir á framhaldsskólastig.
Undanfarinn áratug hefur kennslutími í grunn- og framhaldsskóla lengst umtalsvert.
í kjölfar lengingar skólaársins, fjölgunar vikulegra kennslustunda og einsetningar
hefur grunnskólinn í raun lengst um tvö ár frá árinu 1994 og skólaár framhaldsskól-
ans um 3 vikur frá árinu 1996. Þar með opnast sá möguleiki að breyta námsskipan í
skólakerfinu og stytta þann tíma í árum talið frá því að grunnskóli hefst þar til námi
í framhaldsskóla lýkur.
Allt frá því að ég tók við embætti menntamálaráðherra hef ég lagt áherslu á mikil-
vægi þess að líta á skólagönguna sem eina samfellu, allt frá leikskóla til loka fram-
haldsskóla.
Með þeirri breyttu námsskipan sem nú hafa verið lögð drög að er ekki einblínt á
styttingu námstímans heldur stefnt að því að efla og bæta það starf sem fram fer í
leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Lögð verður enn ríkari áhersla á þau mark-
mið og vinnubrögð sem tiltekin eru í núgildandi aðalnámskrám og styðja fræðslu- og
uppeldishlutverk skólastiganna.
Jafnframt hefur verið haft að leiðarljósi að ekki megi draga um of úr þeim sveigjan-
187