Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 190
leika sem nú einkennir nám á stúdentsbrautum. Mikil fjölbreytni er í námsvali á
háskólastigi og því mikilvægt að nemendur geti undirbúið sig með ákveðið háskóla-
nám í huga. Þannig verður áfram gert ráð fyrir sömu hlutföllum á milli kjarna, kjör-
sviðs og frjáls vals og er í núverandi kerfi. Með vali á kjörsviði eiga nemendur m.a.
þann kost að velja fleiri áfanga í tilteknum kjarnagreinum hverrar brautar, allt eftir
framtíðaráformum hvers og eins.
Verkefnisstjórn og starfshóparnir þrír um námskrá- og gæðamál, starfsmannamál
og fjármál birtu niðurstöður sínar í skýrslunni Breytt námsskipan til stúdentsprófs -
aukin samfella í skólastarfi. Starfshóparnir voru skipaðir fulltrúum frá kennurum,
skólastjórnendum, háskólum, sveitarfélögum, framhaldsskólanemendum auk full-
trúa mennta- og fjármálaráðuneytis. Haldnir voru fundir með fjölmörgum fulltrúum
hagsmunaaðila og unnið úr umsögnum og umræðu á menntagatt.is um málefnið. í
því mikla starfi sem unnið hefur verið á undanförnum mánuðum hefur verið lögð
áhersla á að finna leið sem tekur tillit til sem flestra þeirra sjónarmiða og ábendinga
er komið hafa fram.
í skýrslunni eru lagðar fram eftirfarandi tillögur um meginleiðir:
• Aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla verði lagaðar að
breyttri námsskipan. Meðal annars verði viðfangsefni grunnskóla og byrjun-
aráfangar framhaldsskóla í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði skoðuð sér-
staklega þannig að endurtekning verði sem minnst milli skólastiga og efnis-
þættir færðir úr framhaldsskóla í grunnskóla að hluta eða í heild.
• Áfangar verða skilgreindir með þeim hætti að sem mest samfella verði milli
grunnskóla og framhaldsskóla. Einnig verði skil leikskóla og grunnskóla
athuguð með samfelluna í huga og samstarf skólastiganna skýrt.
• Grunnskólanemendum sem hafa til þess getu verði gert kleift að ljúka síðustu
þremur árum grunnskóla á tveimur árum eða stunda nám á tveimur skóla-
stigum samtímis og leiðir til þess skýrðar.
• Skólaárið í framhaldsskóla verði lengt í 180 daga en miðað við að kennslu-
dögum fjölgi um fimm á önn og áfangar stækkaðir til samræmis við það.
• Lögð verði áhersla á vinnubrögð er varða námsmat þannig að vægi símats
verði aukið og notkun gagnvirkra prófa tekin upp í auknum mæli. Settur verði
á stofn starfshópur sem setur fram hugmyndir að fjölbreyttu námsmati. Hóp-
urinn leiti leiða til að nýta námsmatsaðferðir til að stuðla að bættum námsár-
angri. Einnig verði þróaðar aðferðir til að meta munnlega færni nemenda og
færni þeirra í að setja fram skoðanir sínar og rökstyðja þær.
• Gerð náms- og kennslugagna verður efld á báðum stigum vegna breyting-
anna.
• Endurmenntunarnámskeið verði haldin fyrir kennara til undirbúnings breyt-
inganna.
• Allar námsbrautir framhaldsskólans verði endurskoðaðar með tilliti til lengra
skólaárs og breytinga á bóklegum byrjunaráföngum.
• Aukin áhersla verði lögð á vinnubrögð sem styðja lögbundið fræðslu- og upp-
eldishlutverk allra skólastiga.
188