Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 191
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR
• Árangur verði metinn og umbótaáætlanir gerðar byggðar á niðurstöðum
matsins.
Þetta eru róttækar breytingar á íslensku skólakerfi og þær verða ekki gerðar nema á
löngum tíma og af fagfólki. Gert er ráð fyrir að verkefnisstjórn skipuð starfsmönnum
menntamálaráðuneytisins hafi umsjón með vinnu við breytingar á aðalnámskrám og
verkefnisstjóri stýri verkinu í umboði hennar. Vinnuhópar verða skipaðir fagfólki fyr-
ir hvert námssvið, fyrir listnámsbraut, til að fjalla um skilin á milli leik- og grunn-
skóla og innan starfsgreinaráða vegna starfsnámsbrauta. Unnið verður að breyting-
um á aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og bóknáms, listnáms og starfsnáms fram-
haldsskóla á sama tíma og áhersla lögð á að þær verði allar gefnar út í febrúar 2006.
Ráðgjafahópur verður skipaður fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Félagi leikskólakennara, Félagi grunnskólakennara, Félagi framhaldsskólakennara,
Skólastjórafélagi íslands, Félagi stjórnenda í framhaldsskólum, Félagi íslenskra fram-
haldsskóla, samstarfsnefnd háskólastigsins, Félagi framhaldsskólanema og Heimili
og skóla. Ráðgjafahópurinn fær reglulega upplýsingar um framgang starfsins og
setur fram athugasemdir. Einnig verða Námsgagnastofnun veittar reglulega upplýs-
ingar meðan á breytingaferlinu stendur.
Miðað er við að námskrár leikskóla og grunnskóla taki gildi í áföngum árin
2006-2009 og árið 2008 taki aðalnámskrár framhaldsskóla gildi. Aðlögunartími á
framhaldsskólastigi fer eftir lengd námsbrauta en miðað er við að fyrstu stúdentar út-
skrifist samkvæmt nýrri námsskipan vorið 2011.
í stuttu máli eru helstu breytingar á námsskipan til stúdentsprófs þær að viðfangs-
efni byrjunaráfanga í fjórum námsgreinum eru færð til grunnskóla, kennsludögum í
framhaldsskóla fjölgað um fimm á önn og nemendur framhaldsskóla sitja að meðal-
tali í tveimur fleiri kennslutímum á viku, þ.e. í 37 kennslustundum að meðaltali í stað
35. Áherslur í íslenskunámi verða í auknum mæli á ritun, frjálsan lestur og leikni
nemenda í málinu, s.s. málfar og munnlega færni. Námskröfur í íslensku, ensku og
stærðfræði verða meiri en nú ef litið er á viðfangsefnin í heild frá grunnskóla til fram-
haldsskóla, en þessar greinar segja háskólar mikilvægastar fyrir nám á háskólastigi
auk góðrar almennrar menntunar.
Kennslustundum á framhaldsskólastigi fækkar í heild en áhrif á starfsfólk verða
mismunandi allt eftir aðstæðum í hverjum skóla fyrir sig. Áhrifin verða milduð eins
og kostur er. Starfshópur um starfsmannamál setti fram hugmyndir um æskilegar að-
gerðir í þeim málum.
Ég tel að þessar tillögur samþætti fagleg og skipulagsleg sjónarmið skólastarfs sem
bæta námsumhverfi nemenda. Stytting námstíma til stúdentsprófs er hluti af sókn
okkar í menntamálum og ég er sannfærð um að með breyttri námsskipan opnist ný
og spennandi tækifæri fyrir íslensk ungmenni. Leiðin sem hér er mörkuð er niður-
staða umfangsmikils samráðsferlis. Ég vona að um hana náist góð sátt.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er
menn tamdlaráðherra
189