Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 8
182 Uppreistin gegn siðmenningunni. IÐUNN I. Vinur minn, ljóshærður og bláeygur, lifandi sýnis- horn hins norræna kynstofns, var nýkominn úr þriggja vikna dvöl í ættborg sinni, Hamburg. Hann skálmaði fram og aftur um gólfið og hélt um höfuð sér. „Landamæri Evrópu og siðmenningarinnar eru flutt frá Weichsel til Rínar,“ sagði hann með rómi, sem var hás af hryllingi og sorg. „Þjóð mín er haldin af illum anda.“ Sjálfum var honum ekki ljóst, er hann notaði þetta gauðslitna orðtak, hve nákvæmlega hann hitti naglann á höfuðið. í æðimörg ár hefir drjúgur hluti þýzku þjóðarinnar verið haldinn af illum anda. Smám saman verður hér vikið að hinurn meira eða minna vísindalegu rökunt þess og sálfræðilega bak- grunni. Það, sem réttilega vekur heiminum hrylling, er þessi illi andi, sem mörgum er torskilinn í eðli, — þetta, sent Thomas Mann kallaði „djöfiadanz ofstækisins“ í stórkostlegri varnaðarræðu til þjóðar sinnar fyrir þrem árum. Síðan hann talaði, hefir þessi djöfladanz geisað og eytt eins og skógareldur eða drepsótt. Sliks eru áður dæini í sögunni um andlega faraldra. Hinn illi andi, sem þýzka þjóðin er nú haldin af, er ekki mara eða myrkfælni miðaldanna. Pað er að misskilja Nazismann með öllu, að telja hann miðalda- afturgöngu, eins og einatt hefir verið gert. Hinn illi andi er hinn gamli djöfull heiðninnar, sem hinar kristnu miðaldir leituðust við að særa á brott fyrir fult og alt. Pýzk þjóðernishreyfing nútímans er uppreist gegn kristnum dómi í víðasta og þó einkum í dýpsta skiln- ingi. Það er heiðin uppreist gegn gervallri kristinni siðmenningu. Þar sem hún snýst um sjálfa sig eins og særingatryltur töframunkur, dreymir hana um nor-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.