Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 9
IÐUNN Uppreistin gegn siðmenningunni. 183 rœna heri, sem æða yfir jörðina, um berserksæði í orr- ustum og nautnatrylling dauða og blóðs. Að líta á Nazistana einvörðungu sem kjaftaskjóður og fífl, er hungrið og lýðskúmarnir hafi hrundið til athafna, er að vanmeta hrapallega bæði afl þessarar hreyfingar og ógn pá, sem af henni stendur. Þessi lireyfing á sína vitfirtu, en harla sérkennilegu spámenn. í trúnaðar- mannahring sínum hefir hún sem insta kopp í búri og æðsta leiðtoga jafn-óvenjulega gáfað skáld eins og Stefan George. En af honum eru peir Hitler og Goebbels og hyski peirra ekki annað en ruddalegt bergmál. Fyrir mörgum árum bað hann í ljóðum sínum um sikileyska kvöldmessu (morð og manndráp). 1922 hrópaði hann til lærisveina sinna, að nú væri pegar of framorðið, sam- kvæmt úrskurði himnanna, fyrir „polinmæði og pjór“. Nei, „tug þúsunda skal heilagt æði hrífa, og deyða verður drepsótt heilög annan, og heilög styrjöld hundrað þúsund enn.“ Jæja; vér erum nú pegar vottar að hinu „heilaga mði“ og hinni „heilögu drepsótt". Hamingjan forði oss frá að fá nú hina „heilögu styrjöld" í ofanálag. Ég er ekki einn peirra, sem blátt áfram fullyrða, að enginn vandi hafi staðið af Gyðingum í Þýzkalandi. Hvorir tveggja höfðu gert axarsköft, Gyðingar og Germanir. En hér var enginn sá vandi, er siðsamlegri og skynsamlegri samvinnu hefði verið ofraun að leysa smátt og smátt. En hið „heilaga æði“, andi hinnar heiðnu uppreistar, purfti að svala sér á einhyerjum •handhægum og nærtækum óvini. Og óafvitandi skap- ast sú nauðsyn, að pessi óvinur varð að vera tákn alls pess, sem átti að eyða. Hann varð að vera tákn

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.