Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 19
oðunn Uppreistin gegn siðmenningunni. 193 sínum eigin syndum og axarsköftum. Hvors tveggja er þeim varnað: að auðmýkja sig og að afplána'. 1 ægilegri hræðslu við það, að þeir muni annað hvort væla eða skríða, grípa þeir til þess að blása sig upp og æpa gífuryrði. I óttaþrunginni viðleitni þess að svæfa hinn nagandi orm með hávaða, brauki og bramli, verða þeir brjálæðislega drembnir. En með því að þeir verða að fela rök þessa athæfis, jafnvel fyrir sjálfum sér, verða þeir að finna sér upp ástæður og hvatir, sem eru skyn- samlegar, að minsta kosti til að sjá. Fyrir því verða þeir að trúa, að þeir hafi verið svívirðilega leiknir, einkum og sér í lagi með tilliti til óvenjulegra yfirburða þeirra yfir meðbræður sína. Peir raunverulegu yfir- burðir, sem þeir kunna að hafa, nægja þeim engan veginn. Þeir verða að uppgötva handa sjálfum sér áður óþektar dygðir. Samtímis verða þeir að uppgötva dular- fulla og djöfullega uppsprettu allra meina sjálfra sín, er á megi varpa allri sök og ábyrgð. Þeir þola ekki við- komuna við hinn harða veruleikaheim, sem þeir lifa í. Og þó er sá heimur, eins og tilverusvið hvers einstak- lings, sambland dygða og lasta, styrks og vanmáttar, vizku og fávizku, þar sem þeim eins og öðrum væri hollast að taka með hugrekki og bjartsýnu áræði af- leiðingum yfirsjóna sinna og synda. En í stað þess flýja þeir inn í upploginn hugmyndaheim, þar sem peir einir eru tiginbornir, dygðugir, fagrir og slyngir, en samsæri illra og ógöfugra afla hefir lamað vilja Þeirra og gert dygðir þeirra að hjómi. Inn í þennan hugarheim, sem taugabilunin býr sér að griðastað, færa þeir brot úr heimi raunveruleikans, sem gera það oft frábærlega örðugt að opna augu þeirra fyrir blekking- um þeim, sem þeir lifa í. Það er gerd þessa logna hug- arheims, skipulag hans og siðalögmál, sem skælir svo 13 löimn XVU.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.