Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 28
.202
Um ættjarðarást.
IÐUNN
I.
Þegar talað er um vatn, livarflar okkur í hug — með
hálfgerðu ógeði — drykkjarvatn eða jivottavatn. Oftast
nær, en þó ekki æfinlega.
Svo kveður skáldið:
Já, vér elskum ættarlandið,
eins og hátt jrað rís,
vötnum slungið bjargabandið . . .
Hvaða vötnum?
Jú, Norðurvatninu, Atlantsvatninu og Isvatninu!
En nú kemur í ljós jiað dularfulla fyrirbrigði, að
þetta rímgutl, sem ekki má aumara vera, er prýðilega til
jress fallið að gera fólkið sæt-slompað af ættjarðarást
og jafnvel viti sínu fjær, ef skilyrðin eru hentug. Við
getum gengið úr skugga um jietta, ef við lítum inn í
einhverja meiri háttar drykkjukrá á kjördegi.
Berist pangað fregn um, að íhaldið hafi unnið á í
einhverju kjördæmi, kyrjar hljómsveitin jregar Irjóð-
:sönginn, og aldraðir herrar með ístruvömb staulast á
lappir og gráta söltum tárum af ættjarðarást. Og synir
jreirra, sem ekkert vita um fósturjörðina annað en ein-
hverjar spásagnir um sigurhorfur hinna jrjóðlegu lita
á næsta alþjóða-íjjróttamóti og aldrei hafa hugsað
neina hugsun nerna jieir hafi lesið hana fyrst í íþrótta-
blaðinu, — peir rísa einnig á fætur og litast um, ef hér
kynni að vera einhver pólitískur andstæðingur innan
■dyra, sem jreir gætu skeytt skapi sinu á.
Á ítölskum knæpum er ættjarðarástin enn magnaðri.
Þar rjúka menn upp á tíu mínútna fresti við öll há-
tíðleg tækifæri og syngja Giovinezza og hrópa Eia, eia,
alala! Og hver sá, er ekki sprettur upp jiegar í stað til
að taka jrátt í öskrinu, er umsvifalaust sleginn i gólfið
vog sparkað í hann, [rangað til hann er hálfdauður.