Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 29
JÐUNN Um ættjarðarást. 203 Ég hefi þetta ekki eftir neinu blaði og ekki heldur frá kommúnistiskum heimildum. Ég hefi [rað frá ópólitísk- um, borgaralegum kunningjum mínum, sem ég hefi talað við og sjálfir hafa verið vitni að slíkum atburðum og meira að segja þolendur þessarar athafnasömu ættjarð- arástar. Annars skyldi maður ætla, að þegar mennirnir eru undir áhrifum þessarar göfugu tilfinningar, þá yrðu þeir svo alveg frámunalega góðir og glaðværir, að hjarta- hlýjan blátt áfram geislaði út frá þeim. En það er nú það undarlega, að þegar mennirnir elska fósturjörðina heitast, þá verða þeir að jafnaði hamslausir af vonzku. Það er kunnugt um allar jarðir, að sé ættjarðarástin reglulega harðsoðin, þá brennur hún í skinninu eftir að leggja líf og blóð í sölurnar. Ekki bara líf og blóð annara, eins og sumir kynnu að freistast til að ætla, heldur jafnvel sitt eigið líf og blóð. Meira verður ekki með sanngirni krafist. Lengra nær heldur ekki foreldra-ástin eða hjúskaparástin. Ætt- jarðarástin er því ein af okkar göfugustu tilfinningum og áreiðanlega ein af okkar sterkustu. En eins og önnur ást, getur hún tekið á sig margs konar myndir. Hún getur komið fram sem hetjudáð, og hún getur komið fram sem villidýrsæði. Hún getur snúið sér að hagrænum efnum eða jafnvel orðið blátt áfram einn þáttur atvinnulífsins. Þetta síðasta kann að láta undarlega í eyrum fyrst í stað. En við nánari íhugun áttum við okkur á því, að ástin hefir á öllum tímum verið mjög þýðingarmikil atvinnugrein. Það fyrsta, sent ntaðurinn sló eign sinni á, hefir alveg vafalaust verið kona. Þegar ástin er boðin sem verzlunarvara á opnum markaði, erunt við vanir að nefna það saurlifnað. Sú

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.