Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 31
QOUNN Um ættjarðarást. 205 Boris Gleb, en þar búa skinnklæddir Lappar, sem játa rússnesk-katólska trú. Hér verðum við alvarlega að gæta að okkur. Við elskum náttúrlega pær 30 þúsundir Lappa, sem búa á heiðum Finnmerkur. En Skinn- Lappana katólsku? — Nei; ég held nú síður! Hvort við eigum að elska Austur-Grænland, er líka fullkomið vafa-atriði. Við verðum að bíða og sjá, hvernig dómurinn fellur í Haag. Árið 1905 áttum við í deilu við Svía um Grísaboðana, hvort þeir væru norskir eða sænskir. Við vorum á því, að þeir væru norskir, — þaö voru allir Norðmenn. Og hver einasti Svíi var öldungis sannfærður um, að þeir væru sænskir. ! þá daga nutu Grísaboðarnir þeirra hlunninda að vera elskaðir af tveim þjóðum. En svo maður tali í alvöru: Eigum við að elska Lappa, en ekki t. d. Svía? Er þab þannig að skilja — eða er það blátt áfram ofar öllum mannlegum skilningi? Forsætisráðherrann verður að sjálfsögðu að loka augunum fyrir þjóðfræðilegum takmarkalínum. Hann verður að sjá borgið hinni ríkisréttarlegu einingu. En annars er það reynsla okkar dauðlegra manna, að við megum ekki teygja of mikið úr kærleikanum, — þá er hætt við, að hann útvatnist. Hann getur t. d. með engu móti, sér að skaðlausu, náð til Austur- og Vestur- lands í senn. Að öðru leyti þörfnumst við engra leiðbeininga um skynsamlega takmörkun tilfinninga okkar. Hana finnum við sjálf. Við elskum ekki stað, sem við höfum aldrei séð, og ekki heldur fólk, sem við höfum aldrei kynst. Við elskum okkur sjálf. Sú ást er einlæg og djúp. Og hún varir lífið á enda. Hjá mörgum nær þessi tilfinning einnig til nánasta skylduliðs þeirra — einkum á meðan þeir hafa af því

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.