Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 32

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 32
206 Um ættjarðarást. IÐUNN gagn eða ánægju. Sömuleiðis getur hún náð til eigna. Bóndanum þykir vænt um jörðina sína, sem fæðir hann og klæðir, eins og honum, í barnæsku pótti vænt um móður sína, sem gaf honum að eta. Hann elskar „móður Noreg“ að svo miklu leyti, sem landið er honiirn móðir. Þessi tilfinning er eðlileg og í alla staði heilbrigð. Undirstaða hennar er heilnæmt, alhliöa starf og sæmileg afkoma. Það er því staðreynd, að bændafólkið ann ættjörð sinni — eða réttara sagt, það ann heimahögunum, jörðinni sinni og dýrunum, jafnvel nágrönnum sínum og sveit- inni. 1 borginni fara bændurnir hjá sér — eða þeir lenda á fylliríi, verða glæfralýð götunnar að bráð og koma heim með mórauða samvizku. Osló telst ekki með fóst- urjörðinni, ekki fyrir nokkurn mun; bændurnir líta á hana sem hálfdanska nýlendu, par sem ekki verði þver- fótaö fyrir bófum og alls kyns afætulýð. Borgarbúann kann að dreyma um „sveitasæluna", sem í vitund hans er tengd hugmyndinni um sumarleyfi og þægilegt iðjuleysi. En hann er bundinn steingötunni,. þar sem hann ólst upp, ef hann á annað borð er bund- inn nokkrum stað. í gamla daga þótti sjómönnum vænt um skútuna sína, ef þeir höfðu siglt með henni lengi, en sér í lagi ef þeir áttu hlut í henni. Það örvaði kærleikann að mun. Þetta er ofur eðlilegt. — En háseti nú á dögum, sem ræður sig á nýtt skip í annari hvorri höfn — honum tekst ekki að rækta með sér neina slíka heimakend. Hvernig ætti hann að geta það? Kyndari, svartur af kolaryki og gljáandi af svita — ef hann finnur til heimahugðar niðri i kolarúminu, þá gæti hann vissulega fest yndi í helvíti eigi síður.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.