Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Síða 35
HÐUNN
Um ættjarðarást.
209
ættjarðarástin og dilkar hennar: almenn varnarskylda
og fastur her, virkasta vopnið í höndum yfirráðastéttar-
innar.
Það er sem sé engan veginn nóg, að við elskum
landið. Við verðum líka að verja pað. Og þá sennilega
fyrir einhverjum óvini. Fyrir hverjum? Svíþjóð? Dan-
mörku? — Nú, ekki það?
En kæmi ný heimsstyrjöld, mætti vel hugsa sér, að
•afstaðan yrði þann veg o. s. fiv.
Belgía, sem telur átta miljónir íbúa, hafði her. Þjóð-
verjar möluðu hann og tróðu niður i duftið á nokkrum
dögum. Við erum þjóð, sem telur ekki einu sinni þrjár
miljónir.
Smáþjóð, sem er í vegi fyrir stórveldi, verður troðin
undir. Kaupskipafloti okkar var í vegi fyrir ófriðarþjóð-
unum um árið. Bretar heimtuðu hann til flutninga fyrir
sig og bandamenn sina, og Þjóðverjar söktu honum,
þegar þeir komust höndum undir. Til þess að geta
verndað hann hefðum við orðið að eiga úthafsflota
með að minsta kosti fimmtíu orustuskipum.
En okkur tókst þó að varðveita hlutleysi okkar á
stríðsárunum?
Nei, það tókst okkur ekki, ef satt skal segja. Við
gengum Bretlandi á hönd. Og vel var það!
Nú á dögum, þegar blöðin eru almáttug, getur vitan-
lega átt sér stað forhert neitun augljósra staðreynda,
jafnvel árum saman. En skjólan er farin að leka, og
smátt og smátt seitlar sannleikurinn út til þjóðarinnar.
Herinn okkar er ekki fyrst og fremst ætlaður til varnar
gegn óvinum út í frá, heldur engu síður gegn óvininum
heima fyrir.
Þarna sprakk blaðran: Óvininum heima fyrir!
Og hver er svo þessi óvinur heima fyrir? — ,Iú,
llðttnn XVII.
14