Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 44
218 Um ættjarðarást. IÐUNN andi, að eitthvað hafi verið selt annars staðar líka. Þegar til kastanna kemur, þá kostar slíkt herðatré kannske ekki meira en hálft annað hundrað. Og má jafnvel búast við frekari lækkun. Upphaflega var þaö nú heldur ekki meiningin að rétta við verzlunarjöfnuð okkar með einum saman herðatrjám. Ætlunin var að reisa við heimaiðnaðinn yfirleitt, og með það fyrir augum hafði verið settur upp listi yfir ýmsar smávörur, sem hægt var og sjálfsagt að vinna heima, í stað þess að flytja þærinn frá útlöndum. Þetta var langur listi og harla eftir- tektarverður. Ég get ekki talið upp alt saman, en mér þykir rétt að gefa ofurlítinn útdrátt: Efniviður úr eik. Bjálkar til útflutnings. Rafblakkir(?). Flóki. Fóðurkökur úr fiskúrgangi. Námatimbur. Togleðurshringar. Qlervörur. Kísilgúr. Vasalampahylki. Vélar (par á meðal ýmsar sérvélar). Efni(?). Símastaurar. Eins og af Jæssu má sjá, er hér um að ræða heim- ilisiðnað í stórum stíl, og Jægar mér verður hugsað til þess, hversu oft konan mín situr heima við glóð- heitan ofninn og dregur ýsur yfir ómerkilegum eld- húsreyfara, í stað þess að búa til fóðurkökur eða .kísilgúr eða símastaura, get ég orðið grænn í framan af ergelsi! Það eru að eins þrjár starfsgreinar, sem ég sakna

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.