Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 46
220 Um ættjarðarást. iuunn pegar hún er notuð til æsinga gegn hinu vinnándi fólki og til þess að undirbúa borgarastríð. En það er augsýnilega markmið Félags föðurlandsvina, Pjóð- varnarmanna og nú síðast Einingarinnar. Því skyldi fólkið ekki mega syngja „Já, vér elskum — —þegar því er mál. En við megum ekki ætlast til þess, að heimilislausir og eignalausir öreigar bæj- anna syngi lof og dýrð því menningarlífi, er þeir fara á mis við, af jafn-mikilli hrifningu og hinir, sem njóta þægindanna í fylsta mæli — eða að þeir séu jafn- fúsir til fórna, þegar verja skal heimili og eignir, eins og eigendurnir sjálfir. Komi einhver og haldi því fram, að „mennirnir án föðurlands“ séu sneyddir tilfinningum, er samsvara ættjarðarást eignamannanna, þá skjátlast honum herfi- lega. Öreiginn á tilfinningar eins og hver annar. Þær binda hann að vísu ekki við bújörð í sveit eða við náttúruna — eins og viö komumst svo fallega að orði — þótt hann að sjálfsögðu geti notið náttúru- fegurðar og útilífs, eigi hann þess kost. Þær tjóðra hann ef til vill ekki við neinn stað. Þær binda hann við félagana, er sæta sömu örlögum og hann. Föðurland hans er ekki lítill landskiki eða inniluktur dalur. Það er ekki afgirt. Það lokar ekki úti mikinn hluta mannkynsins og kallar fjandmenn. 1 föðurlandi öreigans fá allir borgararétt, sem vilja. Ætljarðarást öreigans — það er samúð hans meó félögum sínum. Það er samábyrgð hans með stéttar- bræðrum sínum um alla jörð. Honum er þetta heilög tilfinning, sem ekki verður boðin til kaups eða seld á torgum — eða notuð til skrumauglýsinga. Til þess er hún ekki hæf. Hún er ekki heldur nothæf

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.