Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 47
iöU-NN
Asninn.
221
sem skálkaskjól fyrir níðingsverk, rangsleitni eða kúg-
un. Hún elur ekki á öfund og hatri milli þjóða, heldur
bendir hún fram til nýs skipulags og nýrra og betri
tíma. Á. H. pýddi.
Asninn.
— G. K. Chesterton. —
Er fiskarnir gátu flogið enn
og fíkjur hver hrísla bar,
um nótt, við bjarma hins blóðrauða tungls
ég borinn í heiminn var,
með eyru, sem mér voru alt of löng,
til athlægis fíflum gjörð,
— hláleg skopstæling skollans sjálfs
á skepnum guðs á jörð. . . .
Við lítilsvirðingu, last og spott
er lund mín bljúg og fróm-------—
Já, gárungar, hlægið! Hvað gerir pað mér!
Ég geymi minn leyndardóm.------------
Pví einnig mér voru örlögin góð
um örskamma stundarbið:
Á strætunum hylti mig fagnandi fólk
og fleygði á pau pálmavið.-----------
Magnús Asgeirsson
þýddi.