Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 55
IÐUNN Fólkið á Felli. 229 Jjað, sem þeim sé gefið, sé honum gefið. . . .“ — iá, nú er presturinn að tala um kvenfélagið. Þetta er alveg satt, það var fallega gert. — Já, bíðum við — hvað voru nú sætin mörg? Sextíu og þrjú — var það ekki? Alt af hundrað hestar. — Já, já, hann er þá far- inn að þykkna; sennilega komin rigning á morgun. Það er líka svo laglegt. — Hvað er presturinn nú að segja? Nei, hann er hreint ekkert að segja. — Hann er stein- hættur. — Fólkið gengur fram og aftur, sumir í ákafri samræðu. Þarna eru tveir bændur að tala saman: „Það eru bágar fréttirnar frá Gröf,“ segir annar. „Andrés er alt af eitthvað ruglaður. Hann á víst að fara á Klepp. Þeir kváðu segja, læknarnir, að það sé einhver déskotinn í heilanum á honum." „Já, það er ekki að spyrja að því, þegar heilinn er farinn," segir hinn. — Þarna eru líka tvær konur að tala saman. Það er víst nokkuð langt síðan þær hafa sést. Þær eru með telp- urnar sínar. — „Er þetta Sigga litla?“ spyr önnur. „Já,“ segir hin. „Hvað, þín heitir Sigga líka, er það ekki?“ „Jú, það held ég, hún var nú ellefu ára í gær, greyið." „EUefu ára þín, átta ára mín! Guð hjálpi mér, hvað mín er lítil! Ég held hún geti alveg staðið innan í þinni.“------ Hlutaveltan er byrjuö. — Ýmsir eigulegir munir eru afhentir út um opna glugga á hinu tilvonandi guðs- húsi. Sumt eru falleg sápustykki, blýantar, kort, reip- tögl, gömul ístöð, gamlar hárgreiður o. s. frv. Sumir eru svo heppnir að fá ýmsar góðar bækur, svo sem „Bautasteina“, „Tákn tímanna" eða „Stjórnarbót". Aðr- ir fá bara núll, og einn þeirra er Jón á Felli. — Nú fer

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.