Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Side 60
IÐUNN Koss milli hafna. (Essay-story.) Fátt er svo eðlilegt, blátt ái'ram og laust við afleið- ingar eins og koss milli hafna, pegar báðir höfundar hans sjást í fyrsta sinni. Petta þykir ef til vill undarlegt, og mönnum finst þessu kastað fram eins og kiljönskum slagorðum, en svo er ekki. En samt er nauðsynlegt að ýmis skilyrði séu fyrir hendi, hvað snertir hinn kvenlega aðilja: 1) Til þess að hún láti yfirleitt kyssa sig, við fyrstu sýn, milli þéttsettra hafna islandsstranda, á skipi, sem gengur ef til vill 12 eða 13 mílur á klst. 2) Til þess að kossinn sé afleiðingalaus, í hversdags- merkingu þess orðs. Að vísu verða aldrei slíkar rannsóknir og niðurstöður nákvæm (exact) vísindi. En meðan mannlegt eðli er sjálfu sér samkvæmt, er gert ráð fyrir, að á sama þroskastigi, við sömu aðstæður, komi fram vissar hneigðir og athafnir undir vissum skilyrðum hjá öll- um heilbrigðum manneskjum. Fyrsta skilyrðið er, að hún hafi alist upp í sveit 13, 14 eða 15 fyrstu ár æfi sinnar. Fyrstu árin eftir að böncl einangrunar losna, teygja menn ofsalegast úr sér og breiða faðm sinn mót öllu, sem frelsi lífsins hefir aö bjóða, eins og það getur glæsilegast birzt í ár- degisvist alþýðustúlkunnar. Fólkið vill vita til hvers það hefir fæðst og leitar með sóttheitri þrá eftir svölun >og fylling.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.