Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Síða 63
flÐUNN
Koss milli hafna.
237
Hafi slíkir rnenn þjálfað framkomu sína í umgengni
við konur, eru þeir frjálslegir og aðlaðandi í viðmóti.
Hann skoðar konuna sem brothætt leikfang, sem taka
verður varlega upp á milli fingra sér, til þess að það
brotni ekki. Hann skapar sér engar kitlandi hugmyndir,
þótt hann sjái sér færi á að kyssa telpu, og lifir enga
fyrirfram-hátíð í huganum, hvort heldur hann fer með
kvenmann niður í klefa sinn eða dregur línu úr sjó með
þorsk á 10 metra millibili.
Ef til vill er það ungur mentamaður, sem heldur að
hann beri feiknin öll af mentun utan á sér. Hann reynir
að klæðast eftir nýjustu tízku: Gengur t. d. í síðum
pokabuxum, ef þær eru' í tízku á þeim tíma, eða „city-
dress".
Hann gengur niðurlútur, brúnaþungur og hugsandi
annað veifið, nemur staðar og Htur upp hitt og horfir
á landslagið eða sjóinn. Um fram alt lætur hann engan
sjá sig glápa á fólk, og helzt læzt hann ekki taka eftir
nokkurri lifandi veru, sem. í kringuin hann er.
Þó finnur hann það einhvern veginn með líkamanum,
hvaða fólk veitir honum athygli. Og hann horfir stund-
um á I)á með fjarlægu augnatilliti, sem hann finnur
veröuga þess, að hann veiti athygli á móti. Vitaskuld
verður það að vera skólamaður, sem sótt hefir ineira
til mentastöðvanna en að gata auðsveipur við kennara-
púltið og kasta fram borginmannlegum hleypidómum,
eftir tilfinningamati, um kennarana á bak, og útskrif-
ast svo með háa eða lága einkunn, eftir því hvað laginn
hann er að leyna því, sem hann ekki veit, á prófunuin.
Ef til vill er það venjulegur kaupstaðarbúi, ókvongað-
ur — eða kvongaður fyrir 5—10 árum, á nokkur börn og
heilsulitla konu. Hann er vel greiddur, hreinn undir
nöglum, ber staf og hatt og reykir pípu. Hann gengur