Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 64
238 Koss milli hafna. IÐUNNI hægt og örugt og lætur eftir sér að horfa í hvaða átt,. sem honum sýnist. En þær eru ekki margar að jafnaði, því að vel settur borgari í Jitlu og framtakslausu þjóð- félagi er Jatur, hugurinn alt af heima, snýst kringum einkahag og ráð til að laga líkamann eftir þægindum umhverfisins. Eins og fyr er sagt, skiftir ekki miklu máli, hverrar stéttar maðurinn er í þjóðfélaginu, ef hann að eins upp- fyllir þau skilyrði, sem hér eru tekin fram. Hann ferðast á I. farrými. Og þegar hann kemur út á þilfarið, heldur hann sig mest þar í nánd, svo að allir geti séð, að hér er ekki meðalmaður á ferð. Hann er dálítið hégómleg- ur, því að sá, sem ekki hefir tíma né löngun til að vera hégómlegur, hefir ekki heldur tíma né löngun til að lenda í æfintýri. Hún stendur einhvers staðar út við borðstokk og vekur fyrst athygli hans með hlátri sínum og fallegri framsetningu hans. Pað er þessi risus gratus puellae proditor ab angulo intimo (yndislega hlátur stúlkunnar, sem segir til hennar inni í horninu), eins og Horaz kemst að orði. Hann hefir lengi verið tálbeita, eða öllu heldur tálsnara, ungra stúlkna. Hún er ef til vill i skóm eftir tízku og síðum kjól, ef tízkan krefst þess á þeim tíma, en þá í of stuttri kápu, því að alþýðustúlka í kaupstað, alin upp í sveit, hefir ekki efni á að fá sér fleiri en eina flík í senn. Harðstjórn tízkunnar lagar sig ekki eftir þörfum fjöldans. Hún krefst skjótra skifta og kærir sig kollótta, þótt alþýðufólk sé að basla við að koma sér upp síðustu tízkuflíkinni, þegar hún skiftir um og skipar fyrir nýjan skrúða. Tízkan hefir gaman af að láta það elta sig, en ná sér aldrei. Hún minnir á krumma, sem stríðir hundunum á haustin. Hann, æfintýramaðurinn, er rólegur og öruggur í.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.