Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Page 72
246 Baugabrot. IÐUNÍV Verur þessarar skapgerðar, börn síns tíma, hafa rekiö sig á það, að þau mega ekki vilja, nema innan vissra, þröngra vébanda. En innan þessara vébanda hafa þau fundið, að fátt er jafn-saklaus og ódýr skemtun, sem 'veitir þó gagnkvæman viðskiftalegan hagnað, eins og koss milli hafna, þegar höfundar hans sjást í fyrsta og — síðasta sinni. Akureyri, júní 1932. Sveinn Bergsveinsson. Baugabrot. Enginn vafi er á því, að hin svo nefnda þjóðernisstefna (patriotism) er alvarlegasta hættan, sem ógnar menningu vorra tíma. Og alt það, sein elur á slíkuin hugsunarhætti, ber oss að forðast til jafns við hungursneyð og skaðvænar pestir. (Bertrand Russell.) Meðaumkun er eiginlega ekkert annað en sú óbifanlega sannfæring vor, að oss líði betur en öðrum, og sú örugga von, að oss muni alt af líða jafn-vel. (Albert Engström.) Trúarbrögð líða undir lok, þegar sannindi þeirra liafa sannast. Vísindin eru eins konar skrá yfir dauð trúarbrögð. (Oscar Wilde.) Hvernig er það? — Er maðurinn axarskaft guðs? Eða er guð axarskaft mannanna? (Friedrich Nietzsche.)

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.