Iðunn : nýr flokkur - 01.06.1933, Qupperneq 74
248
Kirkjan og árásarlið hennar.
IÐUNrsT
liafa upp víngarðinn, rænt fjármunum fátæklinganna,
fótuni troða lýðinn og sundur merja andlit hinna
snauðu; yfir þeim, sem selja saklausan mann fyrir silfur
og fátæklinginn fyrir eina ilskó; þeim, sem tala lygar
og hlusta á Jygar og deyða þá, sem eiga að lifa; þeini
sem hið innra eru fullir af hræsni og lögmálsbrotum, en
uppskafnir eins og kalkaðar grafir hið ytra. — Og þeir
áminna lýðinn látlaust um það, að taka, í stað þessara
vondu verka, að ástunda réttvísi, sannleika og góð\ild
og fullvissa menn um, að guðsríki sé í nánd, ef þeir
að eins iðrist og trúi.
Nú framgengur alveg á sania hátt hinn þrettándi spá-
maður: Pórbergur Þórðarson, fullur heilagrar vandlæt-
ingar og hrópar vei! yfir óheiðarlegri blaðamennsku
(Morgunblaðið var heldur ekki farið að koma út í tíð.
postulanna), yfir rangsleitni hvers konar, heimsku og
skipulagsleysi hinna úrkynjuðu auðvaldsríkja, yfir spill-
ingardíki því, sem flestir islenzkir blaðaskriffinnar eru
sokknir í, yfir blygðunarleysi manna, að gera engan mis-
mun á réttu og röngu, sönnu og lognu; yfir rökfölsun-
um, ómerkilegum sálarþroska, ötilhlýðilegri metnaöar-
girnd, blekkingum, óheilindum og uppskafningshætti
lærðra og leikra; yfir ósannsögli, óhreinskilni og óein-
lægni; yfir ótta, fákænsku, hugsanasljóleik, trúgirni,
hugsjónaörbirgð, monti, smásálarlegri lyganáttúru, ófyr-
irleitnu okri, lævísu prangi, hégómlegu skrautprjáli, dóm-
greindarlausu hatri, valdagræðgi, skemtanaæði, drykkju-
svalli, trúhræsni og fleiri löstum, sem hér yrði of langt
upp að telja [hvar af flestir Jiektust einnig og voru á-
taldir í tíö eldri spámannanna, sbr. Jesaja, 5, 14 nn.;.
Esekiel 13, Jeremia 7 og ótal fleiri spámenn).
Og Pórbergur er likur hinum sanntrúuðu fyrirrennur-
um sínum í því, að honum blöskrar að sjá menn sóa